Er ekki alveg ótrúlegt hvað margir óspennandi og óábyrgir opinberir starfmenn eru á ríkisjötunni svo árum skiptir, og það eina sem heldur þeim gangandi, er að segja íslenskum skattgreiðendum (sem eru nota bene vinnuveitendur þeirra!!), að þeir geti ekki/vilji ekki aðstoða þá,- þetta sé ekki þeirra "deild" eða bera fram aðrar hálfvolgar afsakanir, til að forðast að þurfa að vinna vinnuna sína.......
En svo eru menn eins og Jóhann R. Benidiktsson; sem hefur trúlega sökum starfshæfni, dugnaðar og einarðlegar framkomu, komið illa við margan ríkisstarfsmanninn...... Þá lögum við það sem er EKKI bilað, og "leysum upp löggæslu Keflavíkurflugvallar í nuverandi mynd" blahblahblahblah......
Þetta er með eindæmum, ég veit fyrir víst að þessi starfsmaður okkar hefur gjörbylt vinnuaðferðum löggæslunnar og móralnum á Keflavíkurflugvelli til hins betra,- og enn frekar, hefur í hans tíð, tekist að umsnúa viðhorfum almennings á Keflavíkurflugvallar löggæslunni, frá því að vera nánast fyrirlitning,- í virðingu...... Er þetta ekki ótrúlegt??
Ég skora á þá sem muna fyrri tíma, að tjá sig um þessi mál,- og hvernig Löggæslan á Keflavíkurflugvelli var látin dragast áfram, athugasemdarlaust,- svo árum skipti,- og samt vissu flestir að þar voru stjórnarhættir langt frá að vera til þeirrar fyrirmyndar, sem oftast er ætlast til af slíkum vinnustöðum.
Síðan eru liðin nokkur ár, og ég veit fyrir mitt leyti, að mig langar ekkert að líta tilbaka,- en get ekki forðast það, þegar ég sé, að öll sú vinna sem Jóhann og hans menn, hafa lagt á sig, til að rífa þessa deild upp og ávinna þá virðingu sem hún nýtur í dag,- verður jöfnuð við jörðu, af því að einhver af okkar launþegum hjá Ríkinu, nennti ekki að vinna vinnuna sína, og reikna fram í tímann,- til að viðhalda því sem er í ágætis málum........
Ótrúlegt.....En ætti ekki að koma manni á óvart
Kær Kveðja og Góða Helgi!!!
Steinunn
Lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð Steinunn gaman að rekast á þig hérna á blogginu bestu kveðjur Guborg
Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.3.2008 kl. 08:34
Mér finnst þetta hrikaleg staða - já, eins og vel er búið að taka á málum þarna á Keflavíkurflugvelli og bara harðara allsstaðar á fíkniefnamálum. Ég skil vel að Jóhann segi upp en það er mikil synd. Mér finnst hann hafa staðið sig mjög vel og kemur einstaklega vel fyrir í fjölmiðlum með það sem hann hefur haft að segja um þessi málefni. Virkilega duglegur og flottur starfsmaður.
Hvert stefnir þetta eiginlega????
Kitta (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:25
Það eina sem er þarna í gangi er að það er verið að búa til nýjar yfirmannastöður handa einhverjum gullkálfunum.
Svipað gerðist þegar lögregluumdæmin á höfuðborgarsvæðinu voru "sameinuð", markmiðið var að gera umdæmin skilvirkari og fækka yfirmannastöðum. Raunin var hinsvegar allt önnur, yfirmannastöður í lögreglunni hafa aldrei verið fleiri og í raun var bara verið að búa til stöður fyrir menn eins og t.d. Jón B. Harðar sem fór mikinn í Baugsmálinu og kúðraði stórt.
Ívar Jón Arnarson, 28.3.2008 kl. 10:35
held að Ívar hitti naglann á höfuðið.. 3 yfirmenn í stað eins.. skil ekki hvernig menn spara svoleiðis.
Óskar Þorkelsson, 28.3.2008 kl. 16:21
Guðborg, elskan,- sömuleiðis :)
Sumarliði, sonur sæll,- ef þú færð athygli tollvarða,- þá er bara að lifa við það!
Ívar, Óskar og Kitta,- takk fyrir innleggin. Þetta er allt hið undarlegasta mál, og virðist vinda uppá sig, heldur en hitt,- miðað við síðustu fréttir. Þrír menn í stað eins, hagræðing,- eða flokksgæðingar, sem geta ekki haldið vinnu annarsstaðar? Þetta eru spurningar sem eiga rétt á sér. Ég þekki ekki Jóhann, en hafði þann heiður að hitta hann og spjalla við hann í tæpa klukkustund, rétt eftir að ég sneri frá útlöndum 2003. Maðurin er eins skeleggur og einarður í persónu, og hann virkar í fjölmiðlum,- og ég teldi það okkur til framdráttar að hafa hann í þeirri stöðu sem hann hefur til þessa gengt með sóma.
Kveðjur
Steinunn
Steinunn Helga Snæland, 29.3.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.