Ritskoðun og Ökufantar.......

Blogg varðandi ritskoðun Moggans, vakti athygli mína, fljótlega uppúrklukkan sex í morgun.  Nú hef ég aldrei séð þetta "fræga" blogg, sem Mogginn á að hafa lokað,- en sá samt tilvitnanir úr því, frá öðrum bloggurum.

Ég verð að játa, að mér finnst lágmark að bloggarar hafi nafn sitt fast við gagnrýnisblogg, alveg sama hverslags gagnrýni er á borðinu. 

Hinsvegar klígjaði mér við öllum hræsnurunum sem skrifuðu með þessu bloggi, af því að þeir væru "sannkristnir".... Ég meina það, hvurslags annarlegur hugsanagangur er þarna á ferð?? 

Einn öfgatrúarmaður/kona, að fordæma annan?? 

Ég á marga ágætis vini sem eru íslamskrar trúar, og hafa aldrei dæmt mig fyrir trú/trúleysu mína. Já, ég er nefnilega þessi dæmigerði Íslendingu, fer aldrei í kirkju, nema í BRÝNUSTU neyð,- en trúi samt að það sé vakað yfir mér og mínum. Íslamskir vinir mínir hafa sýnt áhuga á Lúterstrú, og svo mínum persónulegu trúarskoðunum,- og við höfum spurt hvert annað mjög opinskátt út í skoðanir á trúarbrögðum,og túlkun á trúarbrögðum. Og þetta á ekki bara við um íslamska vini mína, heldur líka Búddista, mótmælendur, kaþólikka o.s.frv. 

En öfgar finnast mér hreinn viðbjóður og venjulega byggðar á hræsni, sama hverra trúar öfgamaðurinn er!!!

Ég held ekki að neinum sé greiði gerður að halda úti "hatursbloggi" á nein trúarbrögð, hinsvegar, er ég ósammála því að menn taki sig til og loki slíkum síðum, nema með greinargóðum ástæðum, sem gefnar eru þá öðrum bloggurum, þeim (okkur) til viðvörunar, þannig að við þekkjum þá þolinmæðisþröskuld Moggans......

Að öðru: 

Ég opnaði Moggann í morgun, eftir ágætis helgi hér úti, og hvað sé ég fyrst?

Tvö vélhjólaslys, annað vegna ölvunar, hitt vegna bjálfa, sem ákvað að "stökkva" á hjólinu sínu, bílvelta þar sem 15 ára "snillingur" sat undir stýri og fjórhjólaslys......

Svo held ég áfram að skoða fréttir helgarinnar,- Lögregla týnir upp sjö á ólöglegum hraða hjá Hvolsvelli, Þrír á ofsahraða, segir annarsstaðar (á Reykjanesbraut frá 120 til 134km hraða!!!),- þrír ölvaðir er enn ein fyrirsögn,- ökumenn undir áhrifum fíkniefna,- ölvaður ökumaður keyrir á ljósastaur,- og síðan á föstudag,þrír árekstrar síðdegis á föstudag á Suðurnesjum!!!.....

Þetta er nú alveg með eindæmum, og ef einhver heldur því fram að þetta sé ásættanleg útkoma hjá þjóð sem rétt telur yfir 300.000 manns,- þá ráðlegg ég þeim sama að berja hausnum á sér við vegg, og athuga hvort ekki rofi eitthvað til!!! 

Elskurnar, óska ykkur þess að eiga frábæran dag, þar sem þið rýnið ekki á flísina í augum náungans,- þótt hann byggi á öðrum trúarbrögðum en þið sjálf,- og fyrst og fremst, fariði varlega þarna í umferðinni,- það er ljóslega FULLT af stjórnlausum fávitum þarna, tilbúnir að drepa ykkur!!!

Kær kveðja

Steinunn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er einn af þeim sem teygji hámarkshraðan til hins ýtrasta oftast nær.. í dag var ég að aka niður ártúnsbrekkuna á 99.. þegar einn ók fram úr mér svo ofboðslega hratt að ég hélt að ég væri kyrrstæður.. amk 200 kmh var fíflið á crysler 300 bílnum gráa á ...

góður pistill hjá þér Steinunn.

Óskar Þorkelsson, 21.4.2008 kl. 13:15

2 identicon

Jæja Steinunn, nú ætla ég að segja þér smá sögu.

Þannig var að ég var að vinna á Hólum í Hjaltadal s.l. sumar. Ég átti frí endrum og sinnum eins og gengur. Stundum fór ég suður í þessum fríum mínum - ekki alltaf. Um miðjan ágúst var eitt af þessum fríum, ég ákvað að fara suður. Allt gekk þetta vel, uns ég kom að Holtavörðuheiðinni. Þar var rosaleg þoka, EN, samt sem áður djöfluðust bílstjórar á þungum trukkum framúr manni í blind færi. Það drap sig ekki nokkur maður - í þetta sinn. En, hvað um það, á miðri heiðinni lendi ég á eftir rútu; það var farið að halla undan ofan í Norðurárdalinn en samt var leiðinda skyggni. Bílar þutu framhjá. Rútan á undan ók rólega, mér sýndist hún tóm. Allt í einu létti þessu svarta færi. Allt var autt. Maður sá niður hinn fagra Borgarfjörð. Rútan á undan mér gaf stefnuljós og gaf þannig til kynna að best væri að ég færi fram úr. Ég gerði það, en hugsaði um leið: Helvíti var þessi góður, búinn að standa af sér allar framúrkeyrslur, og gefur svo séns í lokin.

Ég renni framhjá langferðabílnum, lít í baksýnisspegilinn. Ég sé Hafstein Snæland!!! Í þessum bíl sem maður hafði hugsað svo hlýlega til alla heiðina sat maður sem að ég vissi að kynni þetta allt. Ég fór framúr og veifaði afturfyrir mig! Ég veit ekki hvort kallinn tók eftir því - enda held ég að hann hafi verið að gera það sem honum þykir sjálfsagt.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband