Það er nú alveg lágmark að blaðamenn hafi EINFALDAR staðreyndir á hreinu. Ef ég man rétt, þá er "kvennadagurinn" í Október, mig minnir að mamma og margar aðrar galvaskar kerlingar hafi þrammað á Austurvöll, og Kvennalistinn var í hámælum, söngleikur til handa réttindum kvenna,- sem ég man ekki lengur hvað heitir, o.s.frv. sennilega var þetta um 1975...... Svo Kvennadagurinn er ekki nema svona þrjátíu ára fyrirbæri.
Í gær var hinsvegar KVENRÉTTINDA-dagurinn,- sem á rætur sínar í upphafi kosningaréttar íslenskra kvenna, og nær mun lengra aftur.....
Í Guðanna bænum, hafið nú staðreyndir á hreinu, áður en einhver blaðamanna-aulinn setur páskana á jólin, eða fullveldisdaginn á 1.Maí....
Já mér sárnar,- þetta er líka afmælisdagurinn minn,og "kvennadagurinn" hljómar bara ekki jafnvel, og Kvenréttindadagurinn, sem ég fékk að heyra um, alla mína tíð.....
Var nú ekkert alltof hress með það, enda "stráka-stelpa". Ég er enn "stráka-stelpa" en í dag, sennilega meira bara af því að mér finnast strákar frábær fyrirbæri, og allar stelpur ættu að eiga einn...... :)
Elskurnar, góða helgi og njótið þessa dags......
Eins og sagt er í góðri bók: Njóttu þessa dags, því hann er allt sem þú átt,- gærdagurinn er aðeins minning og morgundagurinn er aðeins draumur, en þessi dagur í dag er þinn, njóttu hans........
Kveðjur að utan
Steinunn
![]() |
Bæjarstjórnarfundur á kvennadaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 43561
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var einmitt að reka augun í þetta Steinunn. Auðvitað er þetta Kvenréttindadagurinn einfaldlega vegna þess að þennan dag fengu íslenskar konur aukin réttindi í samfélaginu, kosningarétt...svona eru þessir blaðamannaaular.....til hamingju með afmælið!!
Haraldur Bjarnason, 20.6.2008 kl. 06:33
Sæll gamli minn
Gaman að rekast á þig hér....Ég sé þú ert endurfluttur á Skagann!!! Góð hugmynd :) Takk fyrir kveðjuna og innleggið!! Bestu kveðjur til þíns fólks
Steinunn
Steinunn Helga Snæland, 20.6.2008 kl. 07:02
Til hamingju með afmælið frænka!! Vonandi gerðir þú eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins.
Kristín Guðbjörg Snæland, 22.6.2008 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.