Ég trúi varla eigin augum,- er það nú orðin "frétt" í íslenskum fjölmiðli að breskur maður á áttræðisaldri, deyji af völdum matareitrunar á Spáni??
Það er greinilega mikil gúrkutíð, en eitthvað segir mér, að það séu nú mun merkilegri málefni á takteinunum í hinum stóra heimi, heldur en eftirlaunaþegi, sem deyr af völdum matareitrunar/elli.......
Eru stóru fjölmiðlarnir algjörlega búnir að tapa þeirri litlu sjálfsvirðingu sem maður ætlast til af þeim? Og að nenna að vinna fyrir laununum sínum, alveg týnt fréttamönnum Moggans?
Sko, þessi frétt hefur eflaust verið lauslega þýdd uppúr Sky/BBC eða öðrum breskum fréttavef, þar sem væntanlega var fjallað um þetta meira útaf hinum þrjátíu veiku Bretum, heldur en gamalmenninu sem dó. Kannski sem ábending/viðvörun til Breskra ferðamanna á Spáni. En hjá íslenskum fréttamiðli að týna þetta hrat upp, og framreiða það sem forsíðufrétt á Íslandi,- hér vantar greinilega fleiri ísbirni!!!!!
Það eru nokkrar fréttir á forsíðu Mbl.is í dag, sem eru heimsfréttir,- Írak, skógareldar, flugslys, kosningarbaráttan í US (sem ég skil ekki afhverju við eigum að vera svo heltekin af!!) o.s.frv. Ekki orð um Afganistan, Zimbawbe eða annað sem ber hæst hjá "eðlilegum" fjölmiðlum. Sannarlega er alltaf gott að hafa "hinsegin" fréttir fljótandi með, en ekki á forsíðu, þetta er bjálfalegt, og ekkert annað.
Svona til að útskýra aðeins nánar "réttláta reiði mína",- í mínu umhverfi veikjast um það bil 50 manns á viku að meðaltali, af matareitrun,- þetta er aðeins þröngur hópur fólks,- en þetta er einn af áhættuþáttunum sem við vinnum við. Þetta fer aldrei í heimspressuna, sem betur fer, því flestir heilvita menn vita, að á sama tíma látast hundruðir þúsunda barna og fullorðinna, í sömu heimsálfu,- úr malaríu, hungri, eyðni og öðrum útbreiddum Afríku sjúkdómum!!!
Þið þarna fréttastjórar og ritstjórar, hlussist þið nú til að taka í hnakkadrambið á blaðamönnum ykkar, og kenna þeim smá "sens" fyrir því, hvað á heima og hvað á ekki heima á forsíðu!!!
Kveðja frá Kongó
Steinunn
Ferðamaður lést af völdum matareitrunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sammála þér Steinunn..
Kristin, þetta var innalandsfrétt í bretlandi og kemur okkur ekki mikið við þannig lagað NEMA íslendingar séu á sama hóteli....
Óskar Þorkelsson, 25.6.2008 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.