Það var komin tími til að ná athygli fjölmiðla!!!

Mér finnast þetta ekki fréttir,- einelti er oft látið viðgangast, sér í lagi úti á landi.  ég man að hafa verið "aðflutt" á Egilsstöðum, og önnur vinkona mín, hafði flust í burt og komið aftur.  Börn "slíks fólks", áttu ekki sömu mannréttindi og önnur börn.  Við bösluðum í sitt hvoru lagi, og sameinaðar,- að reyna að fá börn okkar varin gegn ýmiskonar áreiti.  Andlegt ofbeldi, og ekki síður líkamlegt ofbeldi.  Loks stefndum við, ásamt nokkrum velmeinandi foreldrum, til Eineltisfundar, á Hótel Héraði.  Barninu mínu var hótað daginn eftir,- en loksins var líkamlega ofbeldinu hætt,- því við hótuðum að leita fulltingis Menntamálaráðuneytis o.s.frv.

Hvað tók við?  Börnin okkar voru "lögð í frost".  Enginn talaði við þau, þeim var aldrei boðin þátttaka í neinu, og oft voru tvíræð orð látin falla, en nógu hljóðlega samt, til að ekki væri hægt að sanna það.

Þegar þetta ofbeldi, í sinni nýju mynd var reifað við þáverandi skólastjóra,- tilkynnti hann okkur að skólanum "bæri ekki að sjá börnunum okkar fyrir vinum,- það væri ekki líkamlegt ofbeldi lengur, og engin sönnun fyrir andlegu ofbeldi, lengra yrði ekki gengið með þetta mál".

Samt sem áður könnuðust margir fullvaxta Héraðsbúar við það, að ekki svo mörgum árum áður, hefði ungur maður tekið líf sitt,- og hefði mátt rekja það beinlínis til langtíma eineltis á skólaárunum.

Þakka ykkur Héraðsbúar, að hafa sannað illmennsku sem ég stimpla á hartnær heilt samfélag,- illmennsku, sem getur tekið höndum saman um að standa vörð um slík mannréttindarbrot, gagnvart þeim sem minnst mega sín,- börnunum okkar!!!

Þannig að, Selfoss, Egilsstaðir og svo mætti lengi telja,- hafa bara sloppið lengi með að vera einkenndir í aðgerðarleysi sínu gagnvart lítilmagnanum.

Smæð þessara samfélaga gerir þeim kleift að haga sér eins og helsjúkar fjölskyldur sem eru gegnsýrðar af einhverjum andlegum sjúkdómum, þar sem allir taka höndum saman, og láta eins og ekkert sé að út á við!!!

Yfirvöld VERÐA hreinlega að fara að taka á þessu,- vakna og sinna framtíðarkjósendum!!!

Kveðjur

Steinunn


mbl.is Einelti látið viðgangast á Selfossi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir baráttuna Steinunn,fólk verður að berjast,við megum aldrei leggjast í meðvirkni dróma,of mikil verðmæti eru í húfi.Er ánægður með yfirvöld í Seljaskóla í Breiðholti , þau hafa unnið gott  brautryðjendastarf.Olweusar verkefni er búið að vera þar í gangi í nokkuð mörg ár.

Hörður Halldórss... (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 19:06

2 identicon

Það er einmitt líka einelti þegar ungmenni eru hundsuð og að sjálfsögðu er það kennarans að taka á slíku þó að í menntaskóla sé komið. Ég veit að einstaklingurinn minn á mjög bágt hér á Selfossi ekki valin í neinn vinnuhóp þar sem nemenur eiga að vinna saman og í eitt skipti fór hann bara. Í dag kom þetta í blöðin og þá fór skólastjóri á sal og talaði um einelti en það er ekki nóg hann þarf að virkja sína undirmenn. Ef hann getur það ekki er hann greinilega ekki sínu starfi vaxinn. Og sem betur fer vona ég að nýr ráðherra taki á þessu þar sem nokkrir foreldrar hafa sent henni bréf

Móðir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 19:14

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sæl Steinunn

Einelti er miklu verra í litlum samfélögum en þeim stóru og tala ég af reynslu í þeim efnum.  Ég bjó bæði í breiðholti og í bolungarvík á unglingsárunum.. eineltið í Breiðholti var ekkert sérstaklegaslæmt því þú bara hættir að umgangast þá sem stunduðu slíkt og það er hægt með ýmsum ráðum í stóru samfélagi..

Eineltið á bolungarvík var verra.. því þar komstu ekkert.  ein sjoppa, ein verslun einn skóli... svo þar breyttist maður úr því að vera sá sem varð fyrir einelti í mann sem barði frá sér við minnsta tilefni.  

aðgerðaleysi íslendinga og skeytingaleysi gagnvart einelti er ótrúlegt.. það sem okkur finnst vera bara stríðni er tekið harkalega á í skólum í noregi td þar sem ég þekki til líka.. Ég var kallaður á skólafundi þar vegna elsta sonar míns sem fór illa út úr skilnaði okkar foreldrana hans og var hann í stöðugum útistöðum við aðra stráka fyrstu mánuðina og var það vegna þess hvernig hann lét eftir sjokkið við skilnaðinn.. skólinn tók á því máli og allt lagaðist á örfáum vikum til hins betra og varð síðan aldrei vandamál.. 

Yngsti sonurinn var í skóla á íslandi á sama tíma hjá móður sinni í borgarhverfi.. hann hafði haft samband við mig nokkrum sinnum vegna stríðni í skólanum og benti ég honum á að tala um þetta við mömmu sína og kennanrann.. sem hann gerði en ekkert breyttist.. hann hélt áfram að kvarta þar til ég hafði samband við skólayfirvöld, skólastjóra umsjónarkennara hans og barnaverndarnefnd.. þá fyrst var tekið á málinu og hann fékk frið fyrir þeirri stríðni sem hafði hrjáð hann í marga mánuði þar á undan...

Óskar Þorkelsson, 25.2.2009 kl. 09:02

4 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Já, komiði sæl aftur.

Takk fyrir ykkar innlegg,- ég vildi óska þess að þessum málum væri sinnt af meiri einlægni og eftirfylgni.  Það er fullt af blýantsnögurum, sem eiga að vera sinna þessum málum, en það lítur bara allt vel út á pappírum, en er mjög sjaldan í framkvæmd.  Því veldur líka afneitun heilu bæjarfélagana, sem vilja ekki meina að neitt sé að á þeirra svæði......Mér fannst þetta einhver þau sorglegustu viðbrögð, eða viðbragðsleysi,- ég hugsaði að ég ætti erfitt með að trúa því, að ég hefði flutt á Hérað, sem er í mínum huga fegursti bæjarstaður Íslands, til að sjá ljótasta innræti nær heils samfélags,- ég átti mjög erfitt með að trúa að slík illmennska þrifist í slíkri náttúrufegurð.  En lengi má maðurinn læra..... Ég varð sjálf fyrir einelti, í Vogunum þegar ég var krakki, ég hef séð þetta hjá börnum mínum í Keflavík og á Egilsstöðum,- en langverstu/minnstu viðbrögð kennara og foreldra gerenda, sá ég á Egilsstöðum.  Málið er, að foreldrar gerenda verða að gera sér ljóst, að það er eitthvað mikið sem hrjáir barn, sem hefur það að vana að pynta og kvelja önnur börn.  Gerandinn þarf ekki síður athygli, hlýju og aðstoð, heldur en þolandinn.  Ég hef fyrir nokkrum mánuðum skráð mig í féagsskap heima, sem móðir drengs,- sem framdi sjálfsvíg í kjölfar eineltis,- kom á fót.  Einelti hefur kostað mannslíf í gegnum tíðina, og þau ófá,- það VERÐUR að bregðast við þessu,- ALLIR ábyrgir einstaklingar, foreldar og allir sem starfa með börnum, í skóla eða tómstundum.  Góðar stundir  Steinunn

Steinunn Helga Snæland, 25.2.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband