Kjarnafæðis hangikjöt í Kongó,- það er málið!!!

Má til með að deila enn einu matarboðinu með ykkur. Það er mitt aðalstolt, þegar ég get haldið veislu með nær alíslenskum mat, hér úti.

Nú þegar Bruce vinur minn, Breti sem hefur verið hér um árabil,- er á förum til Írak,- ákvað ég að bjóða í Kjarnafæðis-hangikjöt og uppstúf.

Ég náði í íslenskan kavíar útí búð (já, ekki að grínast, íslenskur kavíar, rauður og svartir fæst í verslunum í Kinshasa!!) og bjó út forréttardisk með honum á saltkexi, skreyttum með steinselju og rjómaosti.

Aðalrétturinn var svo Kjarnafæðis-hangikjötið, með SA kartöflum í uppstúf, og belgískum niðursoðnum baunum, gulrótum og rauðkáli.  Gestirnir voru tólf talsins, og ég þorði ekki öðru en að sjóða tvö læri í fyrradag, kaus að framreiða kalt,- mér finnst það alltaf miklu betra. Það er líka öruggara, þar eð á þessum stað veit maður aldrei hvort maður hefur rafmagn þann daginn, sem maður býður fólki heim  :)

Gestirnir voru úr öllum áttum; frá Englandi, Írlandi, Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð og Suður Afríku.  Það var einhlítt álit á hinu íslenska hangikjöti; NAMMINAMMINAMM!!!   Aðeins þrjú okkar höfðum borðað það áður, en allir gestirnir fóru allavega tvær ferðir á diskinn, sumir reyndar fleiri, og það segir allt sem þarf, er það ekki?    

Eins og staðan er í dag, get ég ekki hlakkað eins mikið til afganganna, og ég hafði gert ráð fyrir,- nánast ekkert eftir!!!  En ég á í frystinum fjögur læri, og þau verða pikkuð út, eitt af öðru,- nema það sem ég ætla að hafa um jólin......

Þetta er einhver besta landkynning sem ég tek þátt í, það hefur alltaf verið fögnuður með íslenskan mat, hangikjöt, fersk læri, Nóa/síríus konfekt og lakkrís,- þetta er BARA TÆR SNILLD!!!!

Ég þakka fyrir það að koma að heiman, og ég þakka fyrir að við skulum framleiða svona öðruvísi gæðafæði,- alltaf gaman að koma útlenskum vinum í opna skjöldu,- þar sem margir halda að við sitjum alla daga og hámum bara í okkur hval!!!

Kveðjur að sinni

Steinunn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Ég fékk auðvitað vatn í munninn við að lesa lýsingarnar en huggaði mig við það að ég var líka með veislur um helgina. Friðrik bróðir kom norður með konu og krakka (alla... líka elstu gelgjuna... he he he) og á föstudeginum bauð ég upp á grillaða folaldapiparsteik.. nammi namm... og á laugardeginum ofnbakaðan lambabóg og kindahrygg sem einnig smökkuðust ákaflega vel. Svo vildi svo heppilega til að ísbíllinn keyrði inn götuna á föstudeginum eftir mat svo ég æddi út og keypti slatta. Slapp svo við að framreiða diska og vesen í eftirrétt heldur dældi bara út íspinnum á líðið bæði kvöldin....... Tær snilld. Bið að heilsa.

Kristín Guðbjörg Snæland, 20.8.2008 kl. 08:34

2 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Mmmmm....Sja allan fina matinn sem þið skrifið um elskurnar  Alíslenskt folaldakjöt á grillið, gerist ekki betra, frænka sæl.  Sumarliði, ég er aldeilis ekki svekkt að sjá að þú hafir LOKSINS sett upp kokkahanskan aftur, vona að þar verði framhald á, við vitum öll sem reynt höfum, að þú ert SNILLDARKOKKUR, ástin mín!!!  Því er við fyrri færslu að bæta, að það bættist þjóðerni við matgæðingahópinn minn í gær; Francois vinnufélagi minn, og fjölskyldan hans, voru að koma úr fríi frá SA,- ég sótti þau á völlinn, og dreif þau beint heim í afganga.  Hann, konan hans og þriggja ára sonur, skildu hreint EKKERT eftir af uppstúf eða hangikjöti, svo nú þarf ég að fara að undirbúa næstu eldun,- sem verða víst eingöngu SA,- með Rugby-inu :)

Kv

Steinunn

Steinunn Helga Snæland, 21.8.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband