Færsluflokkur: Dægurmál

Spillt börn....

Trukkalessan rakst um daginn á kvennablaðs-skrif eftir unga, nýbakaða móður.

Minnti óneitanlega á krakkann sem við flest munum eftir úr æsku,- litla frekjukvikindið, sem "mátti" aldrei tapa. Foreldrarnir voru svo uppteknir af að byggja upp sjálfsálit ungans, að þeir skeyttu í engu að önnur börn yrðu að tapa í hinum og þessum leikjum, og borga þar með fyrir krógann sem aldrei tapaði.....

Hann eða hún yrðu "svo sár" ef hann eða hún tapaði í leik....Hvílíka endemis firran....

Svo les maður grein af kvenablad.is eftir eina konu, sem er svo greinilega afsprengi svona uppeldis, og er ljóslega of vitlaus til að skilja það.....

Kona þessi hafði setið með vinkonu sinni (sem skv greininni er tveggja barna móðir VÁÁÁ!!) og þær eru svo slitnar og lúnar, önnur með eitt barn og hin með tvö, þær hafa ekki getað sofið, horft á heilan þátt í sjónvarpi eða annað sem þær gátu áður,- í langan tíma...En þær laga þetta allt með reglulegu rauðvínsþambi og henni finnst það alveg til að hrósa sér af...Örugglega hollt fyrir litlu börnin....

Lítil ábyrgð í svona skrifum, ég vona að tilheyrandi yfirvöld geri sér grein fyrir að fylgja málinu eftir og athuga með öryggi barnanna...

En þarna sitja þær vinkonurnar semsagt og mæra upp sjálfsvorkunnina í hvorri annarri,- og hvað er þá betra en að rakka niður þriðju manneskjuna, sem er ekki einu sinni á staðnum? Samkvæmt skrifum ljóskunnar á kvennablað.is, þá fara þær vinkonur nú stórum við að slúðra um að sú þriðja sé ómerkilegur lygalaupr og ekki sé orði mark á takandi að hún setji á FB myndir eða "statusa" af sínum daglegu verkum. Þær fara stórum í að ásaka viðkomandi um að ljúga upp flestu sem hún hefur sagt frá og ef það er ekki nógu ómerkilegt, þá hefur hún ábyggilega falsað myndir sem hún hefur stolt sett inn á netið af matargerð eða öðru sem hún gerir...

"Berin eru súr" segir á einum stað...Þessi ótrúlega öfundsjúka og illgjarna skribba kvennablad.is, ætti að lesa þá sögu. Það segir í hennar kvittun við skrifin að hún sé rithöfundur af fjórum bókum, sjónvarpþáttarstjórnandi og móðir.... Ég hef aldrei heyrt neinn minnast á bækur hennar, svo ekki getur henni hafa tekist vel upp í bókaskrifunum. Ég hef verið blessunarlega laus við íslenska sjónvarpsþætti í mörg ár, og hef þarmeð aldrei séð þetta þéttsparslaða andlit fyrr en með nefndri grein,- og ég held að móðurhlutverkið gangi ekkert of vel heldur, miðað við klögutóninn í skrifunum. Nema náttúrulega að vesalings barnið sé sárveikt og vaki því 20 tíma á sólarhring, þá á hún samúð mína alla, og það útskýrir líka lítillega öfund og illkvittni í annarra garð.

Trukkalessan á fjögur börn, og sleit aldrei með svefn. Þau sváfu á nóttunni og lögðu sig á daginn....Ekkert mál.

Ég þurfti að stilla drykkju í hóf og snúa mér að því að haga mér eins og móðir og húsmóðir, vegna barnanna minna. Þar með talið var að þrífa, baka, elda og gera alla þá hluti sem formæður okkar hafa gert án þess að kvarta. Nema ég hafði það mikið léttara, ég hafði tæki og tól sem þær dreymdi ekki um að yrðu nokkru sinni til,- móðirin í dag hefur það enn betra,- enn fleiri tæki og tól til að létta lífið og tilveruna og gera  helling skemmtilegt á heimilinu, án þess að slíta sér of mikið út.

En svo eru þær sem væla stöðugt, og enginn skilur hversvegna þær eru að eiga börn....Kemst ekki í ræktina, braut nögl, á ekki fyrir strípum, get ekki horft á sjónvarp, hef ekki tíma fyrir "mig"....

Og til að láta sér líða betur, taka þær sér dýrmætan tíma til að rotta sig saman og slúðra um hinar, sem eru að reyna að gera sitt besta, og geta ekki þolað að þær hífi kannski aðeins upp sjálfsvirðinguna á FB með því að segja frá og birta mynd....

Ég er á FB...Í dag erum við bara tvö í heimili, ég og minn elskulegi,- og ég hef óratíma að drepa.

Afhverju?

Afþví að í fyrra gerðist það sem ég óska engum, heilsan gaf sig....Ég hef ekki unnið í meir en hálft ár, og veit ekkert um hvenær ég kemst að vinna aftur.

Þegar svona gerist, þá hrynur til dæmis sjálfsvirðingin...Ég hef byggt upp mína tilveru á því að vera heiðarleg, ærleg og vinna mikið....Þetta finnst mér það mikilvægasta í lífinu....

Svo missi ég eitt, þá held ég áfram að vera heiðarleg,- en ég þarf að hafa mikið fyrir að fá ekki ógeð á mér fyrir að vera ekki á vinnumarkaðinum.

Svo ég hætti að reykja og byrjaði að sauma í.

Ég baka mikið, næstum öll okkar brauð og svo fullt af kökum og kringlum og snúðum o.s.frv...

Ég geng, í síðasta mánuði gekk ég meir en 120km í kraftgöngu. Í þessum mánuði næstum ekkert, vegna heilsunnar, en ég montaði mig helling í síðasta mánuði...

Og það er málið, ég segi frá á FB hvað ég er að gera,- því þeir sem mér þykir vænt um,- þeir senda mér hlý og jákvæð orð, örva mig og hvetja mig áfram,- og ég reyni að gjalda í sömu mynt.....

Ég hef þvegið margar vélar og þurrkað fyrir hádegi, sama dag og ég baka brauð, gref lax og elda mat.... Vinkona mín myndi aldrei samþykkja að ég hefði þvegið og þurrkað fjórar vélar, því hún strjauar ALLT,- hún strjauar líka nærfötin!!!

En hún hefur samt ALDREI kallað mig lygara....

Afþví að hún veit að við metum hlutina ekki eins, við setjum misjafnlega stóra punkta yfir "I-in"....

Sem betur fer erum við ekki öll eins, við skipuleggjum okkur misjafnlega vel eða setjum misjafna hluti í forgang.

Ég t.d. hef ekki áhuga á að setja meik á mig daglega, ég hef ekki lakkað neglurnar í áravís, og þegar sá gállinn er á mér,- rápa ég um á náttfötunum allan daginn.  En með að spara þann tíma sem færi í að taka "nýmeikaða-uppdiktaða-selfie",- hef ég skapað tíma til að sauma í, baka brauð, búa til graflaxsósu, útbúa franska lauksúpu fyrir morgundaginn og margt margt fleira....Ég er nefnilega "náttúrulega sæt" og þarf ekki að "meika mig upp í það" :) :) :)

Og ég geri ekki lítið úr dugnaði vina minna, hvorki við aðra vini mína,- eða á bloggi/kvennblad.is... Það finnst mér lýsa ómerkilegheitum og vona að vinkonur viðkomandi viti hvernig hún hugsar og talar niður til þeirra sem eru duglegri eða betur skipulagðar, en hún.

Góðar stundir elsku vinir!!!

 


Ég er Þorpari!

Einhversstaðar las Trukkalessan að maður gæti tekið ljónið úr frumskóginum, en aldrei tekið frumskóginn úr ljóninu.

Það sama á við oss þorpara, við erum alin upp í þorpi á landsbyggðinni, og þrífumst best í svipuðu umhverfi.

Þetta hefur Trukkalessan upplifað sterkt í sínu nýja umhverfi, í Narestø,- sem er lítil bæjarþyrping með u.þ.b. 40 heilsárs-íbúa.

Narestø var í gamla daga lægi stórra seglskipa, húsin umhverfis "skippers húsið" voru byggð af áhafnarmeðlimum skipanna, húskörlum og þeirra fjölskyldum.

Í ágústlok leigðum við okkur timburhús sem var byggt 1860, og er hið eina sanna "skippershus", það stendur hér við bugt eina,- þar höfum við okkar eigin bryggju, pínulitla baðströnd, umvafið svakalega skemmtilegum görðum (má þar nefna "hafnargarðinn" sem er grasi vaxinn en hellulagður heilt niður að bryggjunni)og ávaxtagarðinn, sem er bakvið húsið)  og umfram allt, frið og ró smile

Hér er Paradís fyrir okkur hjónin, sem viðjum helst eyða okkar frístundum í að veiða fisk,- hér erum við mitt á sjóurriða svæði, og aðeins fimm til tíu mínútna stím frá þorsk og ýsumiðum smile Tær snilld....

Til að gera góða hluti betri, þá er veran hér hrein endurkoma þorparans í Trukkalessunni, verulega notaleg upplifun.

Fyrir 20 árum sátu tvær konur í Narestø á spjalli. Þær eru mitt í hversdagsslúðrinu, þegar þær sjá kvenmann rölta hjá....Önnur konan segir þá við hina "að þetta sé nú orðið svo hér, að maður þekki ekki alla íbúana lengur, alltaf eitthvað nýtt fólk að flytja inn". Vinkona hennar starði á hana um stund, en tilkynnti henni svo að hin rússneska Jelena hefði búið í Narestø í nærri fjögur ár, og sannarlega væri orðið skammarlegur "stórborgarbragur" á hverfinu, ef fólk þekkti ekki lengur sína nágranna.  Þessi kona lér ekki þar við sitja, en hóf mánaðlegt "jentetreff" (konufundur) í Narestø, sem enn er í heiðri haft og einasti tilgangur fundarins er að missa ekki sjónar á að þekkja nágranna sína í sjón.

Af hinni rússnesku Jelenu er það að segja, að Trukkalessan fékk að heyra að Jelena hefði verið rússneskur verkfræðingur að mennt. Hún var illa gift til Noregs, og fékk að sjálfsögðu ekki sína verkfræðingagráðu viðurkennda hér í landi. Karluglan hennar hélt að hann hefði náð sér í "póstbrúði" og t.a.m. þegar Jelena fór að vinna næturvaktir við þrif í verksmiðju í Kilsund, þá mátti hún ganga til og frá vinnu í niðamyrkri fimm kílómetra hvora leið árið um kring. Ekki útaf því að þau áttu ekki bíl, ekki vegna þess að hann var í notkun yfir hánóttina, meðan Jelena var í vinnunni,- heldur bara "afþví"...Jelena vann í þrjú ár á næturvöktunum og menntaði sig á daginn, til að uppfæra verkfræðingagráðuna sína að norskum kröfum. Þegar Jelena var orðin norskur verkfræðingur, sótti hún um skilnað og flutti burt frá Narestø, en eftir situr 20 ára hefð fyrir notalegum mánaðarlegum konukvöldum, allt saman Jelenu að þakka smile

Kvennafundurinn er ekki flókinn að upplagi; á upplýsingartöflu sem hangir utan á gamla skólanum (næstum í næsta húsi við okkur) er hengd tilkynning oftast á þessa leið "Jentetreff verður haldið þann xx.xx klukkan xx,- munið að taka kaffibollann ykkar, eina litla gjöf og 20kr með"...Svo skeiða sirka 10 til 12 konur hverfisins á fundinn á tilsettum tíma, þamba kaffi og narta kannski í kökubita, henda litlu gjöfinni sinni í haug fyrir úrdrátt á "lodd" seinna á fundinum. Þær skiptast svo á gagnlegum upplýsingum, fæðingum, andlátum, heilsufari, gömlu slúðri og nýju - og umfram allt - bjóða nýflutta velkomna, því enginn skal upplifa að hann búi hér utan samfélags.  Þarna hefur Trukkalessunni liðið afar vel og fundist hún vera hluti af samfélagi, þrátt fyrir að í fyrsta skiptið hafi það verið skrýtið að líða eins og smákrakka sem fékk að vera með "fullorðna fólkinu"....Hinar konurnar eru búnar að vera hér "um stund" smile

Þetta eru ótrúlega afslappaðir og vinalegir fundir, taka aðeins u.þ.b. tvo tíma, en halda fólki í sambandi á þessum nútíma sjónvarpsglápstímum.

Einu sinni á ári er "guttunum" í Narestø boðið með á Jentetreff, og það er á hið árlega jólahlaðborð. Þessi samkoma var ákveðin á október fundinum,- allar skydum við koma með eitthvað að borða, allir skyldu koma með drykki að eigin vali,- og svo var það rætt að kaupa ábætisrétti eða kökur... Trukkalessan sem á rætur að rekja í haug kvenfélagskvenna og eldhúsvalkyrja, varð fyrir andlegu áfalli við að heyra orðum eins og "ábætisréttir, kökur og kaupa" hnýtt saman í eina setningu,- og furðaði sig á að hópur kvenna hefði ekki betri sjálfvirðingu en að þær vildu kaupa tertur á svona jólakvöld... Ótal stór norsk augu (og trúið mér, stór norsk augu eru MIKLU stærri en þau íslensku!) horfðu á Trukkalessuna og spurðu hvort hún vildi þá baka...Ójá, svona grefur einn sér gröf undecided og að sjálfsögðu gat ekki Trukkalessan verið eftirbátur þeirra kvenna sem hún kennir sig við, og svaraði að auðvitað myndi hun gera það!!   Þá, og aðeins ÞÁ, sögðu hinar konurnar Trukkalessunni frá að það væru alltaf mikið betri mæting á jólahlaðborðið, sirka 40 til 50 manns...Jamm og já smile

Í stuttu máli, þá vafraði Trukkalessan grimmt á öllum hugsanlegum og óhugsanlegum uppskriftasíðum Veraldarvefsins, næstu vikurnar. Undanfarin ár hefur Trukkalessan vafrað sjálf, hingað og þangað, og þar með tapað öllum sínum hnallþóruuppskriftum. Loks var kominn einhver beinagrind af ábætismatseðli, og framkvæmdin ein var eftir. Mörgum samanfléttuðum blótsyrðum og burthentum,föllnum botnum seinna  eins og sannur Íslendingur lauk Trukkalessan síðustu kökuskreytingunun, fimm mínútur fyrir kvöldverð á föstudaginn 28.11.2014.

Jólahlaðborðið var þægilega afslappað, ekki nokkur manneskja íklædd síðkjól eða stríðsmáluð,- smávegis skreytingar í gamla barnaskólanum en ekkert sem stakk í augun. Og þegar allir voru komnir, tók ein kvennanna frumkvæðið og bauð fólki að gjöra svo vel.

Við hjónin sátum til borðs með fólki sem við höfðum ekki hitt áður,- en margir íbúanna sem eru hér aðeins á sumrin, snúa "heim" í jólahlaðborðið,- svona eins og almennilegir brottfluttir "Þorparar" á Íslandi koma alltaf "heim" á 1.des ballið, réttarballið eða Þorrablótið laughing

Borðfélagar okkar voru þrír, hjón um sextugt afar geðug og skemmtileg að spjalla við og svo Ole, hann er svona "týpa". Ole er kennari, hann virkar 13ára en er í raun alveg að verða 55 ára, gæti ég trúað. Hann er með krullað hár, lítt grár í vöngum, svakalegt skegg og yfirvaraskegg sem er vandlega upprúllað og sjóræningjahring í öðru eyranu. Ole var í litskrúðugu vesti, með enn litskrúðugri trefil um hálsinn og allt þetta toppaði hann með þykkum leðurbuxum, sem vorum listilega þræddar leðurreimum upp báðar skálmarnar... Það kom fljótlega til tals við borðið að Ole er kammerkórsfélagi, þar eð hin hjónin fóru að spyrja um jólatónleikahald. Ole með sinni hljómmiklu rödd, romsaði uppúr sér jólatónleikadagskránni, eins og ekkert væri honum eðlilegra.

Og enn var borðað....

Þegar matarfötin fóru að láta á sjá og brauðkörfurnar að tæmast, stóð Ole á fætur og tilkynnti að þar sem hann væri yngstur Narestø sveina, á þessu jólahlaðborði,- þá væri hefð fyrir að það væri hans hlutskipti að þakka meyjunum fyrir boðið og matinn. Hann tilkynnti ennfremur að þar eð það væru einungis tveir "nýbúar" í hópnum þá fyndist honum við hæfi að bjóða Trukkalessuna og hennar ektamann velkomin með íslensku lagi,- lagið væri ekki jólalag, það væri eiginlega alls ekki í takt við þennan tíma ársins,- en engu að síður þá væri þetta íslenska lagið sem Ole kann bæði lag og texta við.

Trukkalessan datt næstum af stólnum þegar Ole hóf sína raust og söng "Maístjörnuna"...Ekki eitt erindi, og nei og nei...Heldur ÖLL erindin....Dásamlegt laughing

Trukkalessan á jú móðurættir sínar að rekja til gallharðra kommúnista og í báðar ættir er Trukkalessan komin af mjög verkalýðssinnuðu fólki. Frá föðurnum lærði Trukkalessan snemma að maður á að læra öll lög og alla texta, sem eru í okkar "eðli" að kunna, sbr. gamalt, íslenskt....

Og maður á að "syngja með"....

Svo þegar Ole hafði komið útúr sér hálfri fyrstu hendingu, þá tók Trukkalessan undir og söng með honum lagið allt, af lífs og sálarkröftum....Með augun lokuð eiginlega allan tímann til að muna textann, en þegar hún pírði þau eilítið, af og til,- sá hún að aðrir veislugestir sátu agndofa yfir þessum gjörningi. Eina sem Trukkalessan gat vonað, var að það væri ekki útaf ótrúlega lélegum flutningi lagsins. Restina af kvöldinu var fólk þrálátt að spyrja bæði Ole og Trukkalessuna, hvað lengi þau hefðu æft sig....Söngvararnir höfðu báðir jafngaman af viðbrögðunum við "ég hef aldrei hitt hann/hana áður"....

Eftir samsönginn fluttum við okkur öll í betri stofuna, og þar höfðu terturnar og hin íslenska lagkaka verið lagðar á borð með kaffi og tilheyrandi. Trukkalessunni varð létt, allir voru ánægðir með veitingarnar og terturnar voru nánast kláraðar. Trukkalessan brosti með sjálfri sér að Hagkaups-kransakökunni, sem ein vinkvenna hennar hafði komið með,- var greinilega ekki alveg viss um að hægt yrði að stóla á útlendinginn...Ég skil það vel laughing

Fleiri ánægjuvakar frá þessu yndislega kvöldi voru t.o.m. ein brottflutt kona sem gaf sig á tal við Trukkalessuna. Konan hafði búið og starfað í mörg ár í Luxemborg. Hún velti því fyrir sér hvort allir Íslendingar væru söngfólk,- hún hafði nefnilega verið góður vinur Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar, söngvara. Við áttum indælis spjall og hún sagði mér að hún hefði ekki vitað hvað hann hefði verið "stór" á Íslandi, fyrr en eftir að við töluðum saman, hún vissi bara að hann hefði sungið sig inn í allra hjörtu, við flest tækifæri í Luxemborg. Notalegt hjartaspjall um einn af mínum uppáhaldslistamönnum.

Einn af mörgum kostum þess að sitja jólahlaðborð í svona "lokal" samfélagi og með svona mikið af vel þroskuðu fólki, er að enginn varð fullur og samkvæminu lauk á þægilegum tíma, engar eftirlegukindur eða partídýr laughing Fullt af skemmtilegum sögum, sönnum og lognum, meiri söngur og "lodd" allir fóru heim með pakka!

Við vorum komin heim fyrir klukkan ellefu um kvöldið, södd og sæl,- og algjörlega kominn "heim" í þetta samfélag í Narestø. Narestø006.jpgMareng kaffihlaðborðið


Alkóhólisminn minn, þá og nú, hér og þar......

Trukkalessan ég, er alkóhólisti.

Akkúrat hér og nú, er ég edrú í dag smile

Alkóhólisti er sjúkdómur, hann er áhorfendum einkennalaus/lítill, öðrum fólki, eins og vefjagigt og þunglyndi,- það er að segja þegar maður er edrú. Hann er langt frá að vera einkennalaus þegar maður er í neyslu.

Með fullri virðingu fyrir þeim sem þjást af fyrrgreindum sjúkdómum, þá er sjúkdómurinn alkóhólismi allavega jafnalvarlegur bæði sjúklingnum og aðstandendum.

Munurinn á alhólisma og öðrum sjúkdómum, er hinsvegar sá,- að eftir að ég hef einu sinni í lífinu móttekið aðstoð til að yfirtaka stjórn á mínu lífi og halda sjúkdómnum mínum undir stjórn minni, þá get ég það.  Ég þarf ekki lyf eða líkamlega endurhæfingu,- eina sem ég þarf er löngunin til að halda áfram að vera edrú og þörfin til að viðhalda edrúmennskunni minni.

Til að viðhalda edrúmennskunni minni, fer ég á AA fundi og á mér trúnaðarmenn sem hafa verið edrú mikið lengur en ég, og tala oft við þá,- og hlusta og læri hvernig þeir hafa viðhaldið bataferli sínu.

Þetta er hinsvegar ekki svo einfalt fyrir vefjagigtarsjúklinginn eða þunglyndissjúklinginn, og ég bið afsökunar á samanburðinum,- en staðreyndin er, við erum öll með "ósýnilega sjúkdóma" og erum þar með "svörtu börnin hennar Evu",- eins og oft er sagt.

Ég gafst fyrst upp 1991 og fékk mig lagða inn á Vog í meðferð. Þessi uppgjöf var merki um þann allra mesta styrk sem ég hef sýnt í lífi mínu. Ég fékk fulla meðferð, góða eftirfylgni og AA beið með fullt af góðu fólki, með opna arma,- þegar ég var búin í meðferð.

Ég sótti marga fundi, kom mér upp félagslegu AA neti og var hamingjusöm með að hafa fengið annan séns á nýju lífi.

Já, nýju lífi,- þegar ág sótti um meðferð hafði ég gengið um með sjálfsvígshugleiðingar lengi, ég var full skammar og sektarkenndar gagnvart öllu og öllum, og ég breiddi yfir það alltsaman með gálgahúmor og almennum pirringi útí "kerfið/þjóðfélagið/vinnuna/ félagslega kerfið/kellinguna í búðinni/stjórnvöld/o.s.frv" ekkert var of lítið eða stórt, til að ég gæti ekki kennt því um líðan mína og réttlætt svo ástæðu mína til að fá mér "einn"...Gallin var sá, ég fékk mér nánast aldrei "einn"....Ég fékk mér marga, og svo skyndilega hafði ég drukkið út kvótann andlega, félagslega og fjáhagslega og gat engum kennt um lengur, nema sjálfri mér. En vegna míns sjúkdóms, gat ég ekki hætt hjálparlaust....

Næstu fimmtán og hálft ár var ég edrú, ég sótti fundi og mikið af þeim í ellefu til tólf ár, en þá fór fundarsóknin að minnka. Þegar ég fór erlendis að starfa fyrir Sameinuðu Þjóðirnar, voru þetta orðnir fáir fundir á stangli,- en ég sagði mér ég myndi finna fundi á nýja staðnum í útlandinu. Það fann ég ekki, ég reyndi um stund að vera á netfundum, en það gekk ekki heldur, internetið var ekki nógu gott hjá okkur. Og svo byrjaði ég að minnka samtölin við trúnaðarmennina mína smátt og smátt, klippa á samband við þá sem þekktu einkenni sjúkdómsins í mér, og þorðu að spurja...Ég hafði reyndar verið dugleg að segja að ég væri alki, þegar ég kom til Burundi, svo ég gat ekki drukkið opinberlega, fyrr en ég var flutt til Kongó 2007,- annars hefði ég byrjað mikið fyrr.

Ég drakk til 16.ágúst 2011,- þá tók ég minn síðasta áfenga drykk þangað til nú.

Ég ákvað í þetta skiptið að nú væri nóg komið, ég var búin að spila rassinn úr buxunum....aftur,- ég á betra líf skilið.  Munurinn 2011 og 1991 var að núna vissi ég hvaða sjúkdóm ég hef, og ég veit hvernig ég get náð stjórn á honum.

Munurinn 1991 og 2011 er líka, að í fyrsta skipti varð ég edrú á Íslandi, þar sem sjúkdómurinn er þekktur og viðurkenndur,- núna er ég í Noregi, þar sem svo furðulega vill til að almennt er alkóhólismi ekki þekkt sjúkdómshugtak, og að segja að maður sé alkóhólisti er skömm,- meira að segja eru aðeins fáir aðilar innan heilbrigðisgeirans sem ekki roðna af skömm, ef maður segir að maður sé alkóhólisti. Ég er loksins búin að finna heimilislækni sem er á stofu þar sem allir læknarnir eru í símenntun,- og þekkja alkóhólismann sem sjúkdóm. Samt sem áður hef ég þurft ítrekað að "setja lækninn á pláss", afþví hann þekkir ekki hættu lyfjanotkunar, hjá fólki með minn sjúkdóm. Sem betur fer hef ég þau forréttindi að geta hringt á Vog, og spurt ráða, þegar ég er í vafa...Sem er dásamlegt og ég er afar þakklát fyrir það.

AA fundir á Íslandi eru einstakt og yndislegt fyrirbæri, og héldu mér í bata í meira en áratug.

Sjúkdómurinn alkóhólismi er ekki viðurkenndur í norsku samfélagi, fólk roðnar og lítur undan þegar maður segist vera óvirkur alki,- þetta er nánast verra en að vera margdæmdur nauðgari....Heilbrigðiskerfið slítur með meðferðarúrræði, og skömm er frá að segja, meðferðirnar eru mjög sjaldan eins skilvirkar og fagmannlegar og Íslendingar þekkja þær.

AA fundir í Noregi eru passívir, maður "opinberar" sig ekki, eins og manni var kennt á Íslandi, svo mikil er skömmin enn...Ég sit í þokkabót á svæði þar sem það er einhver útbreiddur misskilningur, til hvers maður á að nota svona fundi, og einu sinni í mánuði eru menn með "tombólu" inni á AA fundi....Grínlaust....

Ég er lánssöm. Þegar rann af mér í annað sinn, þá leitaði ég minna gömlu trúnaðarmanna. Það tók mig tíma og kjark, en egar ég loksins leitaði ásjár þeirra að nýju þá var eins og þeir hefðu bara beðið eftir að ég kæmi tilbaka og nú hef ég þá alla innan síma-seilingar. Við tökum símafundi reglulega, og það heldur mér edrú og hugsandi um mín daglegu viðbrögð.  Í Noregi er þetta ekki svona einfalt. Ég hef setið með einum vini á fundum síðan 2011, hann hefur hvað eftir annað beðið um trúnaðarmann á fundunum,- en ENGINN hefur komið til hjálpar. Það er svo ofar mínum skilningi, á Íslandi voru viðbrögð við svona beiðni alltaf jákvæð. Maður hafði náttúrulega ekki alltaf heppilegasta fólkið, sem bauð sig fram,- en þegar þeir sem höfðu fengið að vera edrú lengi buðu sína aðstoð opinberlega, þá var maður oftast í tryggum höndum.

Svo trúið mér, það er ekki allt best í útlöndum. Ef maður er alkóhólisti sem vill fá hjálp til bata, þá eru það klárlega forréttindi að vera á Íslandi, ekki bara útaf SÁÁ og almennum og félagslegum skilningi heldur útaf mikilvægasta meðalinu,- íslenskt AA, það virkar.

Norskt AA virkar líka fyrir mig þegar ég nota það eins og mér var kennt, en ég bý að mörgum edrú árum,- ég myndi ekki bjóða í mig, ef ég væri að byrja edrúferilinn hér,- trúi ekki að ég hefði verið edrú lengi.

Ég er þakklát að vera edrú í dag. Ég er hamingjusöm að hafa yfirgefið Bakkus aftur, og hygg ekki á frekari sambúð við hann að sinni. Einn dag í senn eins og menn segja, en til að vera ekki með neina "endurfunda möguleika" opna, þá segi ég oft að ég vilji vera edrú fram í andlátið, einn dag í einu smile

Ég ströggla oft ennþá með fullt af tilfinningum, til dæmis hefur sumt fólk verið snillingar í áravís að koma inn hjá mér skömm og sektarkennd, en nú hef ég lagt hana til hliðar,- og slæ tilbaka ef mér finnst að mér vegið.

Niðurstaða: í dag veit ég hver ég er, þegar þú sérð mig eða hittir, þá reyni ég ekki að "pakka" mér inn í umbúðir, til að þér líði betur,- ég er akkúrat eins og ég er. Ég man hvar ég var í gær, ég mn líka hvar ég var áðan,- ég man hverja ég hitti, hvað við töluðum um og hvenær við fórum heim. Ég sofnaði og vaknaði í mínu eigin rúmi. Ég hafði ekki höfuðverk, móral eða önnur óþægindi sem drykkja gærdagsins hefði skilið eftir sig.

Ég vaknaði snemma á þessum dimma sunnudagsmorgni með kettinum okkar í mínu rúmi, hjá mínum manni og stjúpsyninum í næsta herbergi. Ég og kötturinn vorum fyrstar niður og ég hlóð eldiviði í ofninn, fékk mér vítamín og morgunmat,- og settist svo fyrir framan tölvuna. Ef mig vantar frekari spennu í dag, þá skelli ég mér í labbitúr eða kannski tek ég veiðistöngina eitthvað hér útá steinana í fjörunni...Dásamlegt, afslappað líf,og engin skömm frá í gær laughing

Góðar stundir, elsku vinir!!

 


Eru jólin að koma?

Ég haf sjaldan verið "jólamanneskja"...

Ég vann með stúlku á Esso Grillinu á Egilsstöðum 1999, og ég finn ennþá fyrir hárunum rísa á handleggjunum á mér,- þegar um miðjan október ómuðu jólalög um allan salinn og eldhúsið, rétt eftir lokun (sem betur fer)....Ég gargaði á þessa vinkonu mína, sem kom ljómandi af hamingju útúr eldhúsinu, og tilkynnti mér að NÚ væri tíminn til að koma sér í "jólagírinn".... Einlægnin og hamingjan í svip hennar og brosi, kom mér bara til að skellihlægja að þessum annars fáránlegu aðstæðum laughing

Ég hef oft hugsað síðan, að ég vildi vera "jólabarn" eins og hún. Hún Ragga mín, þessi elska er fullorðin tveggja barna móðir, núna,- og er enn þetta jólabarn. Það er bara dásamlegt smile

Ég missti mikið af svona gleði, þegar ég vann erlendis í fátækum og stríðshrjáðum löndum, þá áttaði ég mig neysluæðinu í löndum mínum (og mér) og hve lítið við metum í raun, litlu hlutina,- sem ættu að vera dýrmætastir.

Við lifum í landi sem ekki er stríðshrjáð, en kvörtum samt stöðugt útaf "stjórninni"....Sem við kusum yfir okkur.....

Við lifum í landi þar sem ÖLL börn fá menntunartækifæri, ekki bara þau ríku.

Við lifum í landi þar sem allir eiga jafnan rétt á heilsugæslu.

Við lifum í landi málfrelsis og ritfrelsis.

Við lifum í landi þar sem talað er um "fátækt" þegar ennþá er samt matur á borðunum.

Við lifum í landi með hreinu drykkjar/neyslu og baðvatni, heitu og köldu eftir þörfum eða bara löngun hvers og eins.

Við óttumst sjaldan að taka göngutúra ein, á daginn og nóttunni, á fjölförnum eða fámennum gönguleiðum,- afþví að við búum við ótrúlegt persónu öryggi.

Við læsum ekki bílunum á meðan við stoppum á umferðarljósum, eða gatnamótum....

Við felum ekki handtöskuna/veskið eða annað sem við berum með okkur.

Við verðum ekkert ofboðslega hrædd ef börnin skila sér ekki akkúrat á tilteknum tíma heim.

Yfir hverju höfum við að kvarta þá?

Alltaf hægt að finna sér eitthvað til, og gleyma því sem er svo augljóslega hægt að vera þakklátur fyrir.

Áttu fjölskyldu og ástvini, sem búa við sama öryggi og þú? Ertu ekki þakklátur fyrir það?

Það er ég, þegar börnin mín eru í öryggi,- þá er ég þakklát....

Þegar foreldrar mínir eru í öryggi, þá er ég þakklát...

Ég hef séð alltaf mörg börn og alltof marga foreldra, sem búa ekki við það öryggi sem mín gera....

Og jólin, jú þau koma....Og fara á ný....En í ár koma jólin til mín þegar yngsti sonurinn kemur í heimsókn til okkar,- það verður stóra jólagjöfin í ár smile

Ég er jólalegri í ár en oft áður, sauma jóladúka í mínu nýfundna reykleysi,- til að hafa eitthvað að gera við hendurnar, sem annars þekkja það bara að bera sígarettuna mína uppað vörunum, og slá svo af öskuna og drepa loks í smile

Ég þarf bráðum að fara að ráði Röggu vinkonu minnar, og spila jólalög með handavinnunni, það verður ábyggilega upplifun!

Ég óska ykkur öryggis, ég óska ykkur gleðilegs jólaundirbúnings,- í hófi.....

Gangið um gleðinnar dyr, kæru vinir og munið hvað þíð eruð rík, þrátt fyrir allt......


Lygasögu líkast, eða kraftaverk?

Mig langar að deila með ykkur upplifun sem á sér vart margar hliðstæður.

Árið 2004 var ég ráðin til starfa hjá Sameinuðu Þjóðunum, með vinnustað í Bujumbura í Burundi. 

Ég kynntist fólki af hinum ýmsu þjóðernum, og þrátt fyrir að ég hafi flutt alfarin til Noregs árið 2010, þá held ég enn miklu sambandi við góða vini sem ég eignaðist þá.

Ein bandarísk kona, varð mér afar náin vinkona. Hún er lögfræðingur hjá SÞ, hér kalla ég hana "B".

Í fyrsta sinn sem ég hitti B, og hún heyrði að ég var Íslendingur, spurði hún áfjáð, hvort ég þekkti vel til í Noregi.  Mér fannst spurningin einkennileg og jafnframt lítt spaugileg, en játti að ég hefði bara einu sinni komið þangað, að heimsækja systur mína, sem hefði búið þar í nokkur ár. 

B tilkynnti mér þá að hún væri nefnilega af norskum ættum, og dreymdi um að einn daginn kæmist hún í tæri við fólk sem gæti sýnt henni heimahaga ömmu hennar og jafnvel hjálpað henni að finna ættingja sína. 

Árin liðu, B fór frá Burundi og til Nairobi, ég fór til Kinshasa i DRC og þrátt fyrir það héldum við góðu sambandi, m.a. heimsótti ég hana tvisvar til Nairobi,- annað skiptið með áðurnefndri systur minni. 

Þegar ég flutti til Noregs 2010 talaði B um að nú ætti að vera kominn grundvöllur fyrir því að hún kæmi hingað í heimsókn, og reyndi að finna ættingjana og sjá æskuslóðir ömmu sinnar og ömmusystur. 

Það var svo í janúar í ár, að B missti ömmu sína,- þær höfðu verið mjög nánar enda B einkabarnabarn, og hún syrgði ákaft. 

Þar með tók hún ákvörðun um að koma til Noregs, og spurði mig hvort ég myndi taka á móti henni og eiginkonu hennar, og reyna að hjálpa henni að finna fjölskylduslóðirnar og jafnvel ættingja.

Sem sannur Íslendingur, sá ég ekki mikið þessu til vandkvæða, og bað B að senda mér allar upplýsingar sem hún hefði, staðarnöfn og kannski vísi að fjölskyldutré....

B sendi mér ótrulega gott fjölskyldutré og fæðingarstaði/greftrunastaði sem hún hafði fengið upplýsingar um frá ömmunni og systur hennar. 

Ættin reyndist vera frá Grimstad, sem er næsti bær við bæjarfélagið þar sem ég bý.

Ég heimsótti bæjarskrifstofurnar þar í vor, og sagði starfsmönnum þar frá aðstæðum og að hverju við værum að leita. Mér var afar vel tekið, en bent á að halda tilbaka í minn heimabæ, þar sem minjasafnið væri bæði minja og skjalasafn fyrir sýsluna, og þeir ættu að geta hjálpað mér.

Ég snautaði heim, og fannst þetta dálítið skoplegt,- þar sem umrætt safn var það fyrsta sem ég sá útum gluggann hjá mér, hvern dag :) 

Þegar ég mætti með pappírana á safnið, var verið að gera það upp, og var þar með lokað í mestallt sumar. 

B var á leiðinni til okkar í lok ágúst, og safnið opnaði þremur vikum fyrr. Þar fékk ég samband við einn "ættargrúskara" sem tók ættartréið til sín, og sagðist myndi leita eins og hann gæti að fjölskyldumeðlimum, sem enn væru á lífi. Við vorum sammála um að það væri aðallega um að ræða tvo bræður, Richard og Ivar Henrikssen,- og kannski eina konu til, sem var líka skráð með einn son. Fyrrnefndur Ivar var skráður giftur konu að nafni "Bitten" (sem er ekki nafn, heldur gæluorð/nafn) og áttu þau tvær dætur. Við vorum sammála um að það yrði snúið að finna dæturnar, þar eð líklegt væri að þær hefðu skipt um fjölskyldunafn við giftingu....Já, þessi mál eru einfaldari á Íslandi :)  

Viku áður en B kom, sneri ég aftur á safnið. Minn maður hafði þá leitað og leitað. Hann hafði náð að lagfæra nokkrar villur í ættartrénu, semsé fæðingar og dánarár,- en hann hafði ekki fundið neinn ættingja, að frátöldum fyrrnefndum Richard. Furðulegt nokk, hafði hann ekki fundið tangur né tetur af Ivari bróður hans, og allri hans fjölskyldu,- velti fyrir sér hvort þau hefðu flutt úr landi, eða öll látist.....Þessi Richard var skráður einhleypur, en á lífi,- í Osló..... Símanúmerið gaf hann mér, og þar með lauk hans afskiptum af umleitan minni.

Ég hringdi í númerið, aldraður maður svaraði (ég vissi að bræðurnir voru fæddir 1938 og '41) en hann svaraði mér ekki, og lagði svo á....

Ég hringdi nokkrum sinnum í númerið, sendi SMS með stuttri útskýringu á hversvegna ég væri að reyna að ná í hann,- en engin viðbrögð. Sama var þegar maðurinn minn reyndi að hringja. 

B og konan hennar voru hingað komnar, og ég neyddist til að segja henni að við yrðum að gefa okkur,- það væri ekki nokkurn mann að finna á lífi úr fjölskyldunni, en hinsvegar gætum við farið einn daginn út í Fjære kirkju, þar sem fjö0lskyldugrafreiturinn væri, og séð okkur um þar. Fjære kirkja er afar gömul og falleg, og umhverfið yndislegt. 

B var að vonum frekar svekkt yfir niðurstöðu málsins, en samt þakklát fyrir það sem við höfðum reynt og sammála um að hún vildi endilega fara í kirkjugarðinn í Fjære. 

Það var á fallegum seinsumarmorgni að við fórum af stað, fyrst skyldi haldið til Nedernes í antik búð sem þær stöllur vildu endilega heimsækja, og síðan til Fjære. Að keyra til Fjære frá mér, tekur ca 45mínútur, en aðeins meira með viðkomu í antikbúðinni. Þegar við vorum nýkomnar í antikbúðina, uppgötvaði ég, að ég hafði gleymt kortahaldaranum mínum heima, og þar með bæði greiðslukortum og ökuskírteini...Ég sgði þeim stöllum að við yrðum að snúa við, var ekki smáskúffuð, ég keyri aldrei án ökuskírteinis,- þeim fannst við heldur langt komnar, til að snúa við,- en skildu það vel, að ég sem starfandi rútubílstjóri, gæti ekki verið að þvælast um án ökuskírteinis,- svo við snerum við. 

Til að létta andrúmsloftið aðeins, stoppaði ég með þær á ruslahaugunum í bakaleiðinni, þar er svona "bruktbutikk" og mikil flokkun og endurvinnsla, sem B hefur ódrepandi áhuga á, svo þetta létti móralinn helling :) 

Þegar heim kom, greip ég kortahaldarann, en nú þurftum við náttúrulega allar að pissa, borða aðeins o.s.frv...Svo við vorum mikið seinna af stað en í upphafi var áætlað. Ekki nokkuð stress, allar í fríi :) 

Þegar við komum um eittleytið til Fjære (í stað 1030, eins og til stóð) stóð einn bíll á bílastæðinu, og ein öldruð kona við hlið hans. Ég var þegar þar var komið, orðin svo niðurdregin eftir að hafa ekki náð í neina ættingja B, að ég hugsaði með mér að þarna væri kona sem væri á svipuðum aldri og þeir bræðurnir Henrikssen, og kannski myndi hún eftir þeim sem börnum....Bara eitthvað til að geta sagt vinkonu minni B.....

Ég sneri mér því til þessarar konu, og heilsaði. Hún heilsaði alúðlega á móti. Ég spurði hana hvort hún væri vel kunnug í Grimstad og Fjære. Hún svaraði dræmt, að hún væri jú svolítið kunnug...       Ég sagði henni þá af vinkonu minni (sem stóð og horfði og hlustaði á okkur, og skyldi náttúrulega ekki eitt orð) hvernig ég hefði kynnst henni, og hvað hún hefði lengi haft áhuga á að finna sínar rætur í Noregi,- ég sagði henni frá ættartréinu og því fólki sem ég og safnvörðurinn hefðum reynt að finna, ég sagði henni af bræðrunum Henrikssen, þeir gætu kannski verið á hennar reki, ef hún myndi eftir þeim úr æsku,- annar væri á lífi en svaraði ekki síma, hann héti Richard og svo væri það....     

Og þá tók sú gamla fram í fyrir mér, og sagði "Ivar"?  

Ég missti andann, og stundi "já, þekktirðu þá"??  

"Ég er gift Ivari" var svarið...

"Bitten"?? Stundi ég upp

"Veist þú hvað ég heiti" ljómaði sú gamla, eins og sól í heiði, með stóru brosi :) :) :) 

Vinkona mín og konan hennar stóðu náfölar og fylgdust með þessu samtali, á hrognamáli, sem þær ekki skilja,- en þegar þarna var komið, höfðu þær fengið með sér hvaða kona þetta var og trúðu ekki sínum eigin eyrum. Vinkona mín hélt í marga daga að ég hefði "sett þetta upp".....

Þau hjónin höfðu verið í kirkjugarðinum í ca tíu mínútur, og voru að flýta sér á hótel í Grimstad. Þau höfðu keyrt heiman að frá sér, fyrir 5-6 klukkustundum, því þau búa hvergi nálægt Grimstad lengur... Ef við hefðum komið á þeim tíma sem við ætluðum, þá hefðum við aldrei hitt þau....

Ivar varð að vonum hálfsjokkeraður, þegar hersingin kom niður í kirkjugarðinn og við Bitten byrjuðum að útskýra málið fyrir honum. Hans fyrstu viðbrögð voru að hreita útúr sér að hann talaði ekki ensku...Konan hans brosti sínu blíðasta og sagði að jú, víst talaði hann aðeins ensku....Svo þegar eðli málsins fór að síastinn hjá honum, þá allt í einu spurði hann hvort B væri dóttir Simon?  Hún ljómaði upp og staðfesti það, þá sagði Ivar að ég skyldi þýða fyrir hann að þegar hann var barn á eftirstríðsárunum, þá hefðu alltaf komið svokallaðir "Ameríkupakkar" á pósthúsið, til þeirra. Þar var amma hennar að senda föt af pabba hennar til Ivars, og amerískt tyggigúmmí :)  Vinkona mín stóð bara klökk og grét, þegar þarna var komið.....

Richard reyndist vera á lífi og með síma, en hefur verið heilsutæðpur og varla talandi síðan hann fékk heilablóðfall 1986.

Þetta urðu dásamlegir fjölskyldufundir, við eyddum heilum degi með þeim heiðurshjónum daginn eftir. Núna eru þau öll í sambandi, og einnig er B komin í samband við dætur þeirra....

Fyrir mér er þetta enn óútskýranlegt fyrirbæri. 

Hér er ég, Íslendingur í risastóru landi með ca fimm milljón íbúum.

Að hitta á akkúrat þessum tímapunkti á þennan ættingja B,- ég er ekki ennþá að ná þessu...

Ekki þær stöllur heldur :)  

Kraftaverkin gerast enn,- eitthvað/einhver lét mig gleyma kortunum mínum, þennan dag  - það er ég sannfærð um :)

Góðar stundir!!!


Moskva...Moska....Eru Íslendingar að ganga af göflunum?

Trukkalessan er leið....Og skammast sín svolítið líka....

Og Trukkalessan er ekki manneskja sem skammast sín auðveldlega, hefur reyndar oft heyrt að hún kunni alls ekki að skammast sín....

Málefni múslima á Íslandi, hefur dregið fram skömm hjá Trukkalessunni. Skömm á samlöndum sínum....

Í Noregi er til orð yfir útlendingahatur,- það er orðið "fremmende frykt". Ég tel að bein þýðing "ótti við hið ókunna" eigi vel við framkomu margra Íslendinga, gagnvart múslimum.  

Ég hef lesið ótal færslur á FB og greinar í blöðum, sem varða byggingu bænamosku á Íslandi (EKKI Moskvu, það er borg í Rússlandi!!), og það veldur mér miklu hugarangri og gríðarlegri sorg, að sjá að fólk sem mér þykir afar vænt um og virði, tel til vina minna og er jafnvel náskyld,- sýnir svo mikið hatur gagnvart einhverju sem það hefur greinilega ekki hugmynd um hvað er.

 Hvað eru margar kirkjur á Íslandi? Hvað eru þær mikið notaðar? Afhverju stendur "trúar-tækifærissinnum" á Íslandi, svo mikil ógn af fólki sem ástundar sína trú,- en ekki bara fyrir fermingargjafir, jólabrjálæðið, páskafríið og jarðarfararsamkundur?

Allflestir vilja jú bita af kökunni, þegar kemur að ofanskrifuðum Guðstrúar-fríðindum,- mun færri auðsýna sannkristna framkomu, utan þessara "helgidaga"....

Elska skaltu óvin þinn, segir einhversstaðar,- í þeirri trú sem fagnar jólum....Greinilega eitthvað sem hatursáróðursfólk hefur gleymt.

Það ótrúlega er, að múslimar hugsa ekki svona til annarra trúarbragða. Jú, öfgvamúslimar gera það, en hví alltaf að góna á öfgvamennskuna? Öfgvamúslimar eru bara brotabrot af þeim sem eru múslimar. Í prósentuhlutföllum, miðað við fólksfjölda, þá eru kannski jafnmargir öfgvamúslimar til, og það eru Jehóvar og aðrir öfgvakristnir....

Ég er svo lánsöm að ég á vini sem aðhyllast hin ýmsu trúarbrögð. Skondið nokk, þá er Kóraninn næstum speglun á Biblíunni, þar sem aðalmálið er að vera betri manneskja, koma vel fram við þá sem minna mega sín og bera virðingu fyrir öllu sem lifir.

Öfgvafólk sem mistúlkar og hártogar Biblíuna, hatast útí allt og alla...Sama gera öfgvamúslimar við Kóraninn.

Ég held að fólk ætti að prufa að nota Hátíð Ljóss og FRIÐAR,- í að opna aðeins hug sinn,- og spyrja sjálft sig,- "Hversvegna hata ég múslima, hvað hafa þeir gert mér"?  

Skynsamt fólk getur ekki hatað heilt trúarsamfélag útaf fáum aumingjum og hryðjuverkamönnum,- það lýsir ekki nokkru heilbrigði, finnst ykkur það?

Það eiga allir að eiga sinn rétt, sorglegt er að oft lætur fólk svokölluð "mannréttindi" ganga útí kjaftæði. Hér í Noregi var fréttaþulu bannað að koma fram með kross í hálsmeni. Ég hef spurt nokkra vini mína útí þetta, og fékk sendar myndir frá t.d. Egyptalandi, þar sem sjónvarpsfréttamaður gengur með kross, og enginn hefur neitt við það að athuga, afþví að það er hans réttláta val. Það voru hinsvegar kristnir Norðmenn, sem tóku þá ákvörðun að banna þessari þulu hér að bera krossinn.... Þetta er kjánaskapur og að sjálfsögðu elur hann á vaxandi óvild.  En ætlum við öll að láta ýta okkur út í slíkt hatur og óvild, þegar við höfum í raun enga ástæðu til, nema "hann sagði, hún sagði, þetta blað skrifaði, ég sá á YouTube o.s.frv.".....???

Trukkalessan á nokkur börn, sem hún elskar útaf lífinu og er afar stolt af,- hin íslenska kirkja hefur ekki verið svo vingjarnleg gagnvart öllum hópnum,- Trukkalessan hefur samt aldrei talið að framkoma "málpípa" hinnar íslensku Þjóðkirkju, væru öllum kristnum Íslendingum, að kenna. Því hefur aldrei hvarflað að mér að  vilja brenna allar kirkjur á Íslandi til grunna, eða hata alla sem eru kristnir. Eitt barna minna hefur talað um að segja sig úr Þjóðkirkjunni, nú nýverið,- annað hefur þegar gert það. Mér finnst það vera þeirra val, en það hryggir mig að þar með eru þessi börn mín, orðin partur af "tækifæris-fermingarbörnunum" á Íslandi...

Ég hefði viljað sjá þau skila öllum fermingargjöfunum, ef þau vilja láta ógilda ferminguna. En svona hugsa ég bara.

Ég hugsa líka um hana elskuna mína, sem ég var skírð í höfuðið á,- ég vildi gjarnan muna meira eftir henni, en sumt man ég. Ég man að hún gaf mér barnstrúna, kenndi mér Faðirvorið,- og sagði mér að ég ætti að elska og virða allt líf sem Guð hefði skapað. Hún minntist aldrei orði á að ég ætti að hata þá sem hefðu ekki sömu trúarskoðun og ég, eða reyna með öllum ráðum að lítilsvirða önnur trúarbrögð.

Hátíð Ljóss og friðar, megið þið finna hana öll!!!

Trukkalessan :)

 


Þakklæti, oft vanmetin tilfinning.....

Góðir hlutir og slæmir, geta leitt til þakklætis,-það finnst Trukkalessunni hún hafa skilið lengi, en enn betur á liðnum dögum.

 Gjörningur Norskra bænda, með styrkveitingum til Íslenskra bænda, hrærði Trukkalessuna nánast til tára.....Þessi styrkur er gefinn af slíkri óeigingirni og auðsýndur skilningur á því ástandi sem íslenskir Suðurlandsbændur búa við, að það er dásamlegt.

Alltof oft hefur Trukkalessan séð útlendinga blóta íslendingum, fyrir gosið,- tafir á flugi o.s.frv.  Þetta fólk gleymdi alveg þeim sem urðu verst fyrir barðinu á gosinu, og allt þeirra lísstarf lagt að veði eða jafnvel í rúst.

Ég fyllist þakklæti að vera flutt til lands, sem er ekki undir hervaldi, hungursneyð, menntunarskorti,- og öllu öðru því ástandi sem ég hef nánast daglega horft uppá, undanfarin sex ár.

Ótúlegt er hið daglega þakklæti, sem ég finn til,- að geta nú hreyft mig, án takmarkana. Það eru litlar sem engar hættur, sem ógna mér á endalausum gönguferðum í Noregi Smile

En sorgarfréttir gærdagsins minntu mig líka á þakklæti. Æskuvinur unnusta míns, og hans fjölskylda,- búa hér stutt frá okkur, í húsi sem þau byggðu og fluttu inní, fyrir 4-5 árum. Húsið þeirra brann til kaldra kola í fyrrinótt. Húsbóndinn var einn heima, og forðaði sér út á ögurstundu. Þegar hann opnaði út, varð sprenging í húsinu, og ekkert stendur eftir. Hjónin og börnin þeirra tvö, standa eftir í heilu lagi, sem er vissulega þakklætisvert. En þau hafa tapað öllum sínum persónulegu eigum, sem engar Tryggingar ná að gefa tilbaka. Fjölskyldumyndir, bækur, gjafir o.s.frv....Og þau hafa tapað heimilinu sem þau lögðu mikla alúð í að byggja upp.....

Svo hvað mig varðar, Þakklæti skal verða innlegg þessarar viku, í það minnsta......Vona að þið minnið ykkur á, hvað þið hafið að þakka fyrir!!!

Góðar stundir

Steinunn


Íslandsheimsókn, margt skrýtið í kýrhausnum.....

Trukkalessan er nýkomin úr heimsókn til Íslands.

 

Megintilgangur ferðarinnar var að samfagna 100 ara afmæli móðurafa mins, Stefáns Bjarnasonar; en einnig að kynna  norskan unnusta minn fyrir vinum og fjőlskyldu, og sýna honum hluta af landinu okkar fagra. Við hittum líka Sýslumannin a Selfossi, sem mun gera okkur þann heiður, að gefa okkur saman í sumar.

Svo, strembin dagskra fyrir aðeins vikutúr…..

Og Trukkalessan pínulítið stressuð, að Ísland og Íslendingar litu nú vel út í  augum hennar heittelskaða……

 

Íslandsfőr finnst mér alltaf hafin, þegar komið er um borð í flugvél með íslenskri áhőfn.

 

Starfsfólk Icelandair, um borð og síðar á Íslandi, var allt til fyrirmyndar og get ég skammlaust sagt, að ég hafi verið stolt og þakklát fyrir þeirra frammistőðu alla. Samt er það til minnkunnar fyrir félagið, að selja skyndibitana um borð. Samlokurnar eru ferskar og góðar, en ættu að vera innifaldar í miðaverði, eins og allavega glas af léttvíni eða bjór,- þar eð Icelandair telur sig ekki til Flugfélaga á borð við Iceland Express eða Ryan Air……

En flugið var frábært, og var gaman að sjá mőkkinn frá Eyjafjallajőkli, stíga uppúr skýjahjúpnum, sem lá yfir landinu við komu.

Ég fann að útlendingarnir um borð, voru svolítið ringlaðir….. Í stað þess að þessi mőkkur stőðvaði ferð þeirra, var flogið í ljósmyndafæri við hann J Glæsilegir,- íslenskir flugstjórar!!

 

Á Fróni vorum við sótt af góðum vinum, og ekið fljótlega í sumarbústað að Þóroddsstőðum rétt utan við Sandgerði.  Við getum hiklaust mælt með þessum bústőðum, allir með heitum potti, og fjarlægð frá flugvelli nánast engin, samt heyrir maður ekkert í flugumferð!!

Og svo er þægilega stutt til allra átta þaðan.

 

Eitt sló mig, strax við komuna, og átti eftir að vekja athygli mína alla dagana sem við dvőldum á landinu,- það voru hinar fjőldamőrgu bifreiðar með endurskoðunarmiða á númera plőtunum.  Þetta er hrikalega skýrt merki um ástandið í þjóðfelaginu, fólk hefur ekki efni á að halda bílum sínum í őruggu ásigkomulagi. Enn meira sjokkerandi var að sjá, að svo margar bifreiðarnar voru með lőngu útrunna endurskoðun. Þetta er sorglegt, og eigendur eiga hluttekningu mína alla, en jafnframt er óásættanlegt fyrir alla vegfarendur, að bifreiðar sem eru ekki með alla őryggisþætti í lagi, séu án athugasemda akandi um þjóðvegina.

 

Dagarnir liðu svo í fjőlskyldu og vinaheimsóknum, og eiga allir minir ástvinir gríðarlegar þakkir skyldar, fyrir afbragðs gestrisni og úrvals mat!!! Við, sem veiðum fisk nánast daglega, hőfum aldrei borðað fisk svo marga daga í rőð, en hann var alltaf FRÁÁÁBÆR!!!  Joyful

 

Heimsókn í Bláa Lónið, hefði slegið í gegn, ef ekki fyrir þá staðreynd að fégræðgi þeirra Bláa Lónsmanna verður verri með hverju árinu. Minn heittelskaði var mjőg pirraður yfir þeirri huglægu markaðs-nauðgun, að geta ekki notað Inngang sem Útgang, heldur vera NEYDDUR í gegnum verslun Bláa Lónsins, til ad komast útundir bert loft aftur……

 

Bæjarins Bestu og SS voru mjőg hátt skrifaðar, þó ég botni ekkert í því….Aldrei verid ýkja hrifin af hundamat sjálf….. Hehehehehehe

 

 

Fundurinn með Sýslumanninninum á Selfossi var einstakur, og var minn norski unnusti alveg rasandi hissa að Sýslumaðurinn gaf sér tíma til ad hitta okkur á sunnudagsmorgni. Kann ég honum bestu þakkir fyrir, bæði fyrir hlýlegt og afslappað viðmót, og að gefa sér einnig tíma til að hjálpa okkur með ferðaáætlun sunnudagsins,- Geysi-Gullfoss og Þingvelli…….

 

Ferðin sú var næstum őll hin ánægjulegasta,  og veðrið eins og best verður á kosið. Við fengum tvő flott gos úr Strokki, Gullfoss skartaði regnboga, og Þingvellir voru sem Paradís á jőrð.

En þá gerdist það…… Frown

Við vorum buin að ganga frá Peningagjá, framhjá Þingvallakirkju,- upp að Hakinu (þar sem stendur til ad gifta okkur í sumar) og stefndum a Lőgbergið, gegnum Almannagjá.

Við hőfðum tekið eftir íslenska fánanum við hún, á leið okkar. En nú var hann horfinn af fánastőnginni. Á leið okkar eftir gjánni, mættum vid konu nokkurri, merktum starfsmanni Þjoðgarðsins a Þingvőllum, med íslenska fánann í KUÐLI undir handleggnum!!!

Ég spurði hana hví fáninn væri ekki lengur vid hún, og hún svaraði stuttaralega að hann væri alltaf tekin niður klukkan fimm. Eg leit á klukkuna, og hún var nákvæmlega 16:40.

Þá spurði ég hana hvort hún bryti virkilega þjóðfánann svona saman? Ég var svo slegin, að ég jesúsadi mig…..Sem gerist nú ekki oft…..Hún svaraði enn styttra ”nei”…Og steðjaði í burtu með hraði.

Trukkalessan er nú ekki heimsins mesta hefðarkona, langur vegur frá,- en að sjá Þjóðfána Íslendinga vőðlaðann saman á þennan hátt, í Þjóðgardi landsins,- var bara aðeins of mikið fyrir minn smekk!!!  Hvílíkt virðingarleysi og tillitsleysi, og að láta erlenda gesti verða vitni að þessu……ÚfffffffShocking

 

Hinsvegar var trukkalessan afar stolt af viðbragðsflýti Lőgreglunnar í Keflavík,- í þessari heimsókn. Eitt kvőldið ókum við Reykjanesbraut suður, við vorum snemma á ferð; á leið í kvőldverð í Ytri-Njarðvík.  Trukkalessan var með dýrmætan farangur, syni mína tvo og títtnefndan unnusta.  Rétt ofan við Innri Njarðvik varð Trukkalessan vőr við Jeppa, í baksýnisspegli, sem ók eftir okkur og reykti mikinn. Trukkalessan hægði nú ferð, til að geta gert őkumanni jeppans aðvart, ef hann hefði ekki tekið eftir reyknum. Hann æðir þá upp með hliðinni á bifreið okkar, en þegar hann er að ná okkur, virðist őkumaðurinn missa stjórn á bílnum (Gallopper Jeppa) og hendist útaf veginum.  Hann heldur ferðinni, og hendist á ofsahraða eftir ójőfnu yfirborði millikaflans sem skilur akreinarnar að, um stund. Trukkalessan dró samstundis úr ferð, til ad forðast skæðadrífu af grjóti sem hinn bíllinn kastaði inn á brautina. En þegar ljóst varð að hann rétt komst hjá veltu, og hélt sőmu ferð uppá veginn aftur,- ákvað Trukkalessan ad kanna hvaða ástand væri á mannskapnum í þessari bifreið. Ókum við uppað hlið hennar, rétt til ad sjá flősku rétta milli ungmenna í bifreiðinni. Þá lagði Trukkalessan út í kant og hringdi í 112. Það geta ekki hafa verið meira en 2-3 mínutur frá símtalinu þar sem þetta aksturslag var tilkynnt, þar til við keyrðum fram á fyrrnefndan bíl, sem hafði þá þegar verið stőðvaður af lőgreglu.

Háttarlag þessara ungmenna var stórhættulegt, og mikil mildi ad engin slys urðu á fólki.

Alveg ótruleg svona hegðun, og það fáeinum dőgum eftir hið hőrmulega slys ungmenna á svipuðum slóðum….Hvað þarf til að þessir krakkar vakni upp??!!!

Norski gesturinn í bifreið Trukkalessunnar var alveg gríðarlega undrandi á viðbragdsflýti lőgreglunnar, og gerði það mig enn og aftur stolta af okkar mőnnum.

Þess ber að geta, að umrædd bifreið var á endurskoðun merktri ´5´ ef mér skjátlast ekki, hefði bifreiðin átt að vera komin af götunum fyrir maí……

 

Allt samanlagt, var Íslandsheimsóknin hin ánægjulegasta főr, og erum við spennt að koma næst, og njóta sumardaga, með enn fleiri erlendum vinum, og ekki síður okkar innfæddu…..

 

Góðar stundir!!!  Grin

 

 

 

 

 

 

 

 


Jarðvísindamenn undrandi...??

Fréttir af eldgosi í Eyjafjalljökli, var það fyrsta sem mætti augum trukkalessunnar,- þegar kveikt var á tölvunni í morgunsárið.  Get alls ekki sagt að það hafi komið mér á óvart. Það sem hinsvegar kemur mér á óvart, er sú saðreynd að flestar fréttir sem ég hef lesið varðandi hræringar undir jöklinum undanfarið, hafa haft niðurlagið "Jarðvísindamenn telja ekki ástæðu til að búast við eldgosi"......??

 Að vísu kannaðist Ármann Höskuldsson við það, í marsbyrjun, að skjálftavirknin gæti leitt til eldgoss. Lítið hef ég lesið frá öðrum jarðvísindamönnum, nema að þeir hafi verið uppteknir við að bera af sér hugmyndir fréttamanna og annarra, um hugsanlegt eldgos.

Kannski telja þessir snillingar að þeir séu að vernda íslenskan almenning, gegn ofsahræðslu......Geri mér ekki alveg grein fyrir hvað veldur,- en hitt er víst að hvaða útskýringar sem þarna liggja fyrir, eru með öllu óásættanlegar.  Það er dagjóst að jarðvísindamenn geta með góðu móti spáð fyrir um eldgos, með nokkuð góðum fyrirvara. Þeir sem skammast sín fyrir vikubiðina, þegar síðasta stógos varð í Vatnajökli, ættu að hugsa sig um aftur.  Betra er að gefa fóki staðreyndir, og leyfa því að halda vöku sinni, heldur en að það sé granadalaust og í óbilandi trausti sínu á jarðvísindamenn, sé nokkuð öruggt um að ekkert sé á seyði.

Ég hef einnig lesið að RÚV hafi algjörlega klikkað, sem öryggistæki. Þaðan hafi borist mjög takmarkaðar og illa unnar fréttir. Og þar með sé þð ljóst að menn þar á bæ, séu ekki alveg með sitt hlutvek á hreinu.

Allir ofantaldir eru á launaskrá Ríkisins, ef mér skjöplast ekki. Þar af leiðandi er það mikilvægt að þessir starfsmenn fólksins í landinu, geri sér grein fyrir upplýsingakyldu sinni til almennings, sem er í rauninni atvinnuveitandi þeirra.

Annas vona ég að þetta verði fallegt gos, skaði engan, en dragi til landsins fullt af ferðamönnum!!

Góðar stundir

Steinunn


mbl.is Flugvöllum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir,- meðalmennskan allsráðandi?

Trukkalessunni verður æ oftar ofboðið, þegar hún les íslenska fjölmiðla á Veraldarvefnum,- undanfarið ár.

Metnaðarleysi virðist vera orðið allráðandi,- menn hlaupa til og skrá óstaðfestar fréttir, slælegar þýðingar erlendra frétta og engin heimavinna. Þetta er rauði þráðurinn í íslenskri fjölmðlun, er skoðun Trukkalessunnar.

Mbl.is hefur algjörlega misst flugið,- þar á bæ virðast menn hafa skorið svo duglega niður, að það gengur kraftaverki næst ef uppfærslur eru einhverjar yfir heilu helgarnar!! Kannski er það ekki niðurskurður, heldur almennt áhugaleysi?

Visir.is er lítill eftirbátur Mbl.is þegar kemur að óstaðfestum staðhæfingum og metnaðarlausri fréttamennsku. En visir.is hefur nú í augum Trukkalessunnar alltaf verið meira svona slúðursíða, og styttra milli þeirra og Baggalúts, en þeir myndu eflaust vilja kannast við.

Sem tekur okkur að hlut Baggalúts,- sá vefmiðill, verandi ádeilu-húmor í meira lagi,- er oft skilvirkari í fréttaskotum sínum, en hinir "alvarlegri" fjölmiðlar........Er það ekki kaldhæðni??

Landshlutavefirnir verða líka að njóta sannmælis. Það er til fyrirmyndar að þessir fjölmiðlar halda velli, og fréttaflutningur þeirra er málefnanlegur og á heildina litið, virðast menn ekki dirfast (eða hafa áhuga á að) að fara með fleipur, og senda landsmönnum.

Trukkalessan tekur ofan fyrir Landshluta-fjölmiðlunum,- og óskar þess eindregið að þeir haldi áfram sínu metnaðarfulla starfi hafi áreiðanleikann að leiðarljósi.

Með bestu kveðjum og von um góða helgi til allra landsmanna!!

Steinunn Helga Snæland


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband