Færsluflokkur: Dægurmál

Kung Fu Panda ofl....

Mæli með henni, allavega sex stjörnur,- hló eins og vitfirringur,og gerði örugglega öll litlu börnin í bíó skíthrædd hehehehehehehe :)

Á leið í Reykjavík núna, út að borða með gömlum yfirmönnum og vinnufélögum. Ætla svo að gista í bænum, hver veit, kannski hitti ég einhvern snilling, sem kann að spila pílu!!!!

Á morgun liggur leiðin til Akureyrar, verð hreinlega að elta góða veðrið,- strákarnir eru að verða þunglyndir í þessu skýjaða og raka veðri, með Reykjanes rokinu..........

Meira síðar, eigið yndislegan dag og enn betra kvöld!!!

Steinunn


Kæra Ísland og Ættarmót!!

Þá er fyrsta Íslandsvikan að baki, plús eitt ættarmót.

Síðustu viku var eytt í eindæma góðu yfirlæti hjá Klöru og Randver í Keflavík, eða Kebbbblavík, og dagarnir notaðir til að hitta vini og ættingja, rápa í búðir í Reykjavík og Keflavík,- og detta óvænt um fólks sem ég hef ekki hitt árum saman......

Veðrið hefur verið svakalega gott, og vegna þess hélt ég sennilega geðheilsunni, þar sem SN Brussel "gleymdi" ferðatöskunni minni í Brussel, komst upp á Gatwick,- og þeir skiluðu henni fyrst til Íslands á föstudaginn, þegar ég var komin hálfa leið til Borgarfjarðar, á ættarmót....... Arrrgggghhhh!!!!!

Ég verð að minnast á, að hjálpsemi Iceland Air, hefur verið til fyrirmyndar í þessu máli, og sérstaklega hefur stúlkan Eva, reynst mér vel.  Hisvegar er "tapað/fundið" deildin í Leifsstöð greinilega undirmönnuð, eins og flestar deildir Iceland Air, og mjög erfitt að ná í deildina gegnum síma.

Á fimmtudaginn kom svo minn elsti prins að austan, til að fylgja mér og yngri bræðrum sínum á ættarmótið um helgina.  Við ókum upp í Borgarfjörð á föstudag í glymrandi góu veðri, og komum okkur í bændagistingu að Brennistöðum í Andakíl.  Móttökurnar á bænum þeim voru einkar alúðlegar.  Húsráðendur svo elskulegt fólk, og maður tyllti sér inn í elshús, og mér lei iens og ég hefði verið í sveit þarna um langan tíma.  Æðislegur gististaður, mæli me honum.  Þau hafa bæði herbergi, uppábúi eða svefnpokapláss, og svo litla bústaði!!!

Af því að ættingjarnir týndust hægt á svæðið, sem er reyndar annarsstaðar í Borgarfirði, þá tókum við rúnt í Reykholt, þar sem ég sýndi strákunum hvar mamma þeirra hefði verið í heimavist, og röltum um stund í kirkjugarðinum og niður að Snorralaug.

Um kvöldið hófst fyrsti áfangi ættarmóts Snælands fjölskyldunnar, og lauk henni í morgun.  Veðrið var eins og það hefði verið pantað, hrikalega gott!!! Ætarmótið var frábært, og langt frammúr mínum björtustu vonum,- enda skemmtilegt fólk, við ættingjarnir hehehehehehehehe..... Laugardagurinn fór í leiki, ég er búin að taka þátt í ótrúlegustu hlutum, eins og að hoppa á trampólíni í fyrsta sinn á ævinni, og sleppa óslösuð frá því hahahahahaha

Eftir a hafa keyrt elsta soninn á flug í dag, fórum við í keilu, og svo í heimsókn til eins af mínum elstu  og bestu vinum.  Góður endir á frábærri helgi, og erum nú skriðin í hreiðrið hjá mömmu og pabba í Vogunum......Vindurinn gnauðar á gluggunum, og það rignir eins og hellt úr fötu, en það er allt í lagi, fyrst við fengum svona frábært veður um helgina.  Frænka mín Kristín á heiður skilin fyrir skipulagninu mótsins, en það er eflaust ekki einfalt að vera einn í skemmtinefnd,- á móti, eins og mörg okkar eru "ákveðin" (alls ekki FREK!!!) þá er kannski auðveldara að vera einn "í nefnd" ....... Takk Stína!!!!

Gárungarnir, föðurbræður mínir, hafa kannski bætt á sig árum, en eiga alltaf jafnauðvelt með að haga sér eins og krakkar, og eru öllu óþekkari en margir af ygri kynslóðinni, og til í allt....... Takk öllsömul, þetta var það skemmtilegasta sem ég hef gert í mörg ár,- og takk fyrir að hjálpa og bjarga okkur "útlendingunum" með hlífðarfatnað, útilegudót, tjaldgistinu og aðstöðu til að setjast niður þegar vildi,- þið eruð öll yndisleg!!!!!

Næstu daga fýjum við eflaust norður á Akureyri til Stebbu vinkonu, þar á að berða gott veður, en öllu lakara hér, skv veðurstofunni,- þarf að skoða þetta......

Þangað til næst, gaman, gaman, gaman!!!!! Njótið sumarsins slysalaust elskurnar!!!!!

Steinunn "pokakona á ferðalagi um Ísland".......


Heimleið á morgun!!!!

Jæja, þá er komið að því!!!

Er að fara að stimpla mig útúr vinnunni, hitta nokkra vini og kunningja í kvöld,- klára a pakka,- vakna í fyrramálið, horfa á All Blacks vs. Suður Afríku í Rugby Tri Nations,- og bíða svo eftir að tíminn líði, þar til mér verður ekið niðrá völl..... Jibbííííííí  :)

Nú er ég bara farin að spekúlera í hvort veðrið verði ekki gott, fyrir kútana mína, til að við getum ferðast,- á ættarmótinu, svo alla ættina rigni ekki niður, eða fjúki útí veður og vind....Hehehehehehehe  Nei þetta verður allt í sómanum, ég er handviss um það.

Ég hlakka til að sjá bloggvin minn Skara, ég þarf að æfa aðeins pílurnar í kvöld, og muna svo að pakka þeim!!

Ég hlakka til að sjá alla mína vini, gamla vinnufélaga sem ég heimsæki alltaf og svo auðvitað fjöskylduna.  Allra mest strákana mína,- og svo afa blessaðan karlinn, er nú bara unglamb, nýorðinn 98 ára, og leikur við hvern sinn fingur!!

Hlakka mikið til elskurnar........

Eigiði yndislega og slysalausa helgi

Steinunn


"Ábreiðuhljómsveit"??? Fri eftir fimm daga!!!!

ABBA kemur ekki saman aftur,- það er ekki stórfrétt,- en gott hjá þeim að setja það alfarið útúr myndinni.  Það sem vefst fyrir mér er þýðing frétta mannsins/konunnar, sem útleggst í orðinu "ábreiðuhljómsveit"....??

Ég er ansi hrædd um að viðkomandi "snillingur" hafi ofnotað einhverja orðabók, og ekki áttað sig á uppruna orðsins, eða "slang-notkun".       Þessi fréttaflutningur er ekki sá fyrsti og örugglega ekki sá síðasti, sem fær mig til að brosa í kampinn,- að takmarkaðri fagmennsku Moggaöfréttaritara,- en stundum eru svona mistök pínleg, sorgleg og jafnvel smánarleg....... Menn VERÐA hreinlega að taka sig saman í andlitinu á þessum bæ, og ýta aðeins undir lágmarksskynsemi, ef ekki betur. 

Lágmarksskynsemi segir: Það er ekkert slíkt orð, sem "ábreiðuhljómsveit" til í íslenskum orðaforða,- það hlýtur að vera lágmarksskynsemi að setja inn orð sem er í einhverjum lágmarkstengslum við upprunalega orðið, úr upprunalegu fréttinni, en skilst á íslensku máli!!!!

Að öðru:  Nú tel ég bara niður dagana,- flýg út héðan á laugardag, lendi á Íslandi á sunnudag,- í heilan mánuð,- JIBBBBBÍÍÍjei!!!!!

Ég hlakka til eins og smákrakki, held varla huganum við vinnuna, og bið fyrir góðu veðri á Íslandi á hverju kvöldi,- þ.e.a.s. frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst......Eigingjörn, ég veit :)

Ég hlakka til að hitta strákana mína,- einhvern slatta af ættingjum á ættarmóti, alla vinina.....Ferðast, veiða og njóta ferðafrelsis,- eins og að ganga, ganga og ganga!!!! 

Öryggið heima er engu líkt, og mér hefur lærst að virða það mikils og þakka fyrir það, að fá að njóta þess einu sinni á ári hverju. Ég hef lært að frelsi til hreyfinga er ekki sjálfsagt, og lágmarkskröfur sem við gerum á degi hverjum, eru ekki öllum gefnar. 

Mér er enn í fersku minni, hvað fauk hressilega í mig, útí Kosovo fyrir nokkrum árum, þegar Mogginn hrelldi mig með fyrirsögninni "Rafmagn fór af miðbæ Kópavogs í tuttugu mínútur"....

Ég fór nærri að gráta af gremju, þarna var maður í ofskulda, óupphituðum húsum og nær aldrei með rafmagn,- og það var orðin Forsíðufrétt (já, enn ein) að missa rafmagn í tuttugu mínútur!!!  Þetta er reyndar ekki eins slæmt hér, það er, ég er oftsinnis rafmagns og vatnslaus,- en manni er aldrei kalt,- og það finnst mér þakkarvert, jafnvel þegar ég er að kafna úr hita.......

En nóg að sinni elskurnar, eigið yndislegan dag,- ég ætla að sitja og halda áfram að telja niður!!!!

Bestu kveðjur

Steinunn

 


mbl.is Aldrei saman á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar var næturvörðurinn í fyrra skiptið, og.....??

Ófögur frétt þetta, hverslags dæmalausir hálvitar myndu fá eitthvert "kikk" útúr því, að skaða börn í fjölskyldugarði??

Annars er það athyglisvert, að ekki er minnst orði á næturvörð,- þegar fjallað er um fyrra innbrotið,- og eftir að menn höfðu áttað sig á alvöru málsins, og einbeittum brotavilja skemmdarvarganna,- þá lítur út fyrir að yfirstjórn hafi samt ekki haft það í sér, að ráða fleiri en einn næturvörð, til að reyna allavega að skapa lágmarksöryggi. Já, sparið peningana til annara málefna......Skömm er að!!!!

Ég skil ekki alveg afhverju það eru ekki hundar á vaktinni á þessu svæði, yfir nóttina,- og enn heldur,- hversvegna menn reisa ekki girðingar, og setja upp kerfi,- sér í lagi þegar svona alvarlegur atburður,- sem skaðað gæti börn,- hefur átt sér stað??!!!!

Það hefur löngum einkennt íslenska stjórnendur fyrirtæja, að þeir vilja halda vissri blindu, gagnvart öryggismálum,- fyrirtækin eru oftast tryggð í bak og fyrir, en það er kominn tími til, að tryggingarfélögin, sem halda nú ekkert aftur af sér, við hinn "almenna viðskiptavin",- skikki fyrirtæki til að viðhafa full öryggiskerfi, hvar sem því er viðkomið, og geri fyrirtækin ábyrg, ef þau standa sig ekki í því!!! 

Vaxandi afbrotatíðni, og aukin grimmd afbrotamanna, hlýtur að eiga að hvetja til krafna um hert eftirlit og frekari fyrirbyggjandi aðgerðir.  Lítið á hve algengt það hefur orðið síðastliðin ár, að birtast með hníf eða ömnnur vopn, á hinum ýmsu nætursölustöðum,- samt eru enn flstar verslanir/söluturnar af þessum toga, enn rekin á nóttunni með hálfgerð börn við stjórnvölinn,- og kannski einn næturvörð (oft líka á barnsaldri) sem vafrar um, og hefur verið sagt að "leika ekki hetju".....

Ég sagði það fyrir mörgum árum, þegar ég starfaði sem næturvörður, og ég stend við það enn....... Hundar, hundar, hundar......Svínvirkar að hafa vel þjálfaða hunda,- og mjög ólíklegt að illvirkjar "komist undan"......

Takiði ykkur nú á í þessu,- og skammist ykkar, ið sem voruð við stjórnvölinn í þessum leiktækjagarði,- að hafa ekki fyrir því að herða eftirlit,- og "þakka fyrir athygli starfsmanna", sem er að sjálfsögðu þakkarvert, en breytir ekki í neinu, takmörkuðum vilja ykkar til umbóta!!!

Eigið yndislegan dag, þið hin!!!!

Kveðja

Steinunn


mbl.is Stefndu börnunum viljandi í voða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarfrí í nánd, JIBBÍ.....

Mikið lifandi skelfing hlakka ég til að koma heim í snjókomuna, hálkuna og ófærð,- jibbíjei!!!!  Þetta er nú alveg með ólíkindum, og ég er búin að hljægja mig máttlausa.....Kannski hafði spennufallið með lausn Flugumferðarstjóadeilunnar eitthvað með taugahláturinn að gera...... Ekki neinn smáléttir að Flugumferðarstjórar hafi samið, var farin að óttast að ég myndi lenda í hremmningum á heimleiðinni.....  Besta fréttin, sem kitlaði "veiðitaugarnar" var urriðafréttin, "Minkur í Urriðamaga"...??  Ótrúlegt, spennandi og stórskemmtileg frétt...... Ég vona að ég þurfi ekki að ná í ísborinn minn samt, og veiða í gegnum vök, þegar ég kem heim....  :)  Elskurnar, eigið góða helgi,og AKIÐ EFTIR AÐSTÆÐUM!!!!  Kveðja frá Kongó

Steinunn 


mbl.is Varað við snjókomu og hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt, ha???

Ég trúi varla eigin augum,- er það nú orðin "frétt" í íslenskum fjölmiðli að breskur maður á áttræðisaldri, deyji af völdum matareitrunar á Spáni??

Það er greinilega mikil gúrkutíð, en eitthvað segir mér, að það séu nú mun merkilegri málefni á takteinunum í hinum stóra heimi, heldur en eftirlaunaþegi, sem deyr af völdum matareitrunar/elli.......

Eru stóru fjölmiðlarnir algjörlega búnir að tapa þeirri litlu sjálfsvirðingu sem maður ætlast til af þeim? Og að nenna að vinna fyrir laununum sínum, alveg týnt fréttamönnum Moggans?

Sko, þessi frétt hefur eflaust verið lauslega þýdd uppúr Sky/BBC eða öðrum breskum fréttavef, þar sem væntanlega var fjallað um þetta meira útaf hinum þrjátíu veiku Bretum, heldur en gamalmenninu sem dó.  Kannski sem ábending/viðvörun til Breskra ferðamanna á Spáni.  En hjá íslenskum fréttamiðli að týna þetta hrat upp, og framreiða það sem forsíðufrétt á Íslandi,- hér vantar greinilega fleiri ísbirni!!!!!

Það eru nokkrar fréttir á forsíðu Mbl.is í dag, sem eru heimsfréttir,- Írak, skógareldar, flugslys, kosningarbaráttan í US (sem ég skil ekki afhverju við eigum að vera svo heltekin af!!) o.s.frv.  Ekki orð um Afganistan, Zimbawbe eða annað sem ber hæst hjá "eðlilegum" fjölmiðlum.  Sannarlega er alltaf gott að hafa "hinsegin" fréttir fljótandi með, en ekki á forsíðu, þetta er bjálfalegt, og ekkert annað.

Svona til að útskýra aðeins nánar "réttláta reiði mína",- í mínu umhverfi veikjast um það bil 50 manns á viku að meðaltali, af matareitrun,- þetta er aðeins þröngur hópur fólks,- en þetta er einn af áhættuþáttunum sem við vinnum við.  Þetta fer aldrei í heimspressuna, sem betur fer, því flestir heilvita menn vita, að á sama tíma látast hundruðir þúsunda barna og fullorðinna, í sömu heimsálfu,- úr malaríu, hungri, eyðni og öðrum útbreiddum Afríku sjúkdómum!!!

Þið þarna fréttastjórar og ritstjórar, hlussist þið nú til að taka í hnakkadrambið á blaðamönnum ykkar, og kenna þeim smá "sens" fyrir því, hvað á heima og hvað á ekki heima á forsíðu!!!

Kveðja frá Kongó

Steinunn


mbl.is Ferðamaður lést af völdum matareitrunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI "Kvennadagur", heldur.....

Það er nú alveg lágmark að blaðamenn hafi EINFALDAR staðreyndir á hreinu.  Ef ég man rétt, þá er "kvennadagurinn" í Október, mig minnir að mamma og margar aðrar galvaskar kerlingar hafi þrammað á Austurvöll, og Kvennalistinn var í hámælum, söngleikur til handa réttindum kvenna,- sem ég man ekki lengur hvað heitir, o.s.frv.  sennilega var þetta um 1975...... Svo Kvennadagurinn er ekki nema svona þrjátíu ára fyrirbæri.

Í gær var hinsvegar KVENRÉTTINDA-dagurinn,- sem á rætur sínar í upphafi kosningaréttar íslenskra kvenna, og nær mun lengra aftur.....

 

Í Guðanna bænum, hafið nú staðreyndir á hreinu, áður en einhver blaðamanna-aulinn setur páskana á jólin, eða fullveldisdaginn á 1.Maí....

Já mér sárnar,- þetta er líka afmælisdagurinn minn,og "kvennadagurinn" hljómar bara ekki jafnvel, og Kvenréttindadagurinn, sem ég fékk að heyra um, alla mína tíð.....

Var nú ekkert alltof hress með það, enda "stráka-stelpa".  Ég er enn "stráka-stelpa" en í dag, sennilega meira bara af því að mér finnast strákar frábær fyrirbæri, og allar stelpur ættu að eiga einn......  :)

Elskurnar, góða helgi og njótið þessa dags......

Eins og sagt er í góðri bók: Njóttu þessa dags, því hann er allt sem þú átt,- gærdagurinn er aðeins minning og morgundagurinn er aðeins draumur, en þessi dagur í dag er þinn, njóttu hans........

Kveðjur að utan

Steinunn


mbl.is Bæjarstjórnarfundur á kvennadaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á ammmmæli í dag....

Já, þessi dagur skollinn á aftur.....Hinn íslenski Kvenréttindadagur, sem er líka afmælisdagurinn minn.  Það hefur mörgum femínistanum þótt afar óverðskuldað, ég er hinsvegar á því, að Guð hafi verið á hátindi húmorskrar hugsunar, þegar hann valdi mér þennan komudag :)

Ég er sérdeilis lukkuleg í dag, búin að fá tvö söng-símtöl frá Íslandi og eitt frá Noregi.  Í gærkvöldi út að borða, og ein afmælisgjöf, Tissot úr, MJÖG kvenlegt og fínlegt,- eiginlega alls ekki ég,- en mér finnst það fallegt og hugurinn að baki er aðalmálið :)

Ég frétti að seinni Bangsímon hefði verið skotinn, hafði sjálf ekki alvegskilið hvernig "sérfræðingar" hefðu verið fundnir í Danmörku!!??  Danmörku???   Common, hvað ganga margir ísbirnir á land í Danmörku, árlega??!!!  Hálvitar,- fyrirgefið orðbragðið,- ef þið ætluðuð að fá sérfræðinga, áttuð þið að sjálfsögðu að tala við Kanadamenn, í Alaska taka þeir þessi dýr lifandi án nokkurra eftirmála, ég er nýbún að horfa á snilldar heimildarmynd um hvernig þeir bera sig að.....Jesús, Danir!!!!!

Fyrirgefiði, sá sem fékk þessa hugmynd, gengur EKKI á öllum..... Ekki það að ég muni gráta þennan björn, þetta er jú bara villidýr. En fyrst menn ákváðu að fara að spreða peningum, afhverju þá að borga Benz verð fyrir Lödu....Ef svo má að orði komast.....

Bestu kveðjur elskurnar

Steinunn ammmmælisbaddnn


Íslenskt ljóð og Ísbirnir flykkjast á 17.Júní!!!!

Mínir elskulegu landar!!!

Innilegar Hamingjuóskir með enn eitt Lýðveldisafmælið!!!!

Hlýtur að vera eitthvað sérstaklega vel spunnið í fangaðarlæti ársins, miðað við þann fjölda ísbjarna, sem leggja á sig langferð, og erfiðissund- til að ná á svæðið......Hehehehehehehehehe

Ég verð að vanda með fánann uppi á kontórnum í dag, búin að senda öllum "mail-vinum" mínum upplýsingar um mikilvægi þessa dags, með mynd af fánanum.  Annars er "hinn Íslendingurinn" á vegum Sameinuðu Þjóðanna hér, alltof langt í burtu, til að við getum fagnað saman, en ég er nýbúinn að "fá" annan Íslending hingað, sem vinnur hjá öðru fyrirtæki, við ætlum að reyna að hittast í kvöldmat í kvöld.....

Mér finnst alltaf 17.Júní mjög hátíðlegur, og tilefni til að fagna, og aldrei sem fyrr, geri ég mér grein fyrir mikilvægi þessa dags, eins og síðan ég hleypti heimdraganum og fór til starfa erlendis.  Þar kemur tvennt til; annars vegar að vera mjög (eiginlega pííínu-lítið) smátt númer í Alþjóðasamfélaginu sem ég starfa hjá,- hinsvegar að vera starfandi aðallega í löndum sem eru enn í dag að berjast fyrir lýðræði, og hafa því miður ekki áorkað að gera það án blóðtöku og mannfalls, eins og Íslendingar voru nokkuð heppnir að sniðganga í sinni Lýðræðisbaráttu.

Mér er heiður að láta fljóta hér með, ljóð eftir lítinn Íslending,- son minn Grétar,- ég held ekki að þetta teljist ritstuldur, þar eð hann gaf mér þetta ljóð fyrir margt löngu, var bara 10 ára, með einstakan íslenskan húmor finnst mér......Sprenghlægilegt og niðurlagið er alveg ótrúlegt!!!  :)

Í garðinum eru blóm,

þau biðja mig að fara úr skóm

úr brumi geysist lítið lauf,

líkt og tippi úr buxnaklauf

sólin tekur mynd af mér

milli þess sem rigning er

fuglar syngja, grasið grær

gamall áðnamaðkur hlær

Óð fluga nálgast óðfluga

ætli það sé góð fluga?

Eigið dásamlegan Lýðveldisdag elskurnar, gangið þó hægt um gleðinnar dyr, svo allir komist slysalaust frá deginum,- og PASSIÐ ykkur á Ísbjörnunum!!!! 

Þjóðrembu - Kveðja frá Kinshasa

Steinunn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband