Færsluflokkur: Dægurmál
Komið að því, enn og aftur,- fyrsti maí á morgun,- og við fáum frí frá störfum. Alltaf velkomið, og maður skellir sér út að borða í kvöld, svo kannski nokkra leiki í pool.....Jammm
En ekki má gleyma hversvegna við fáum þetta frí, og hve margir sem ekkert hafa með það að gera, njóta þess....Er það ekki spaugilegt og sorglegt í senn?
Ég held ég hafi móttekið nokkuð skýr skilaboð um verkalýðshreyfinguna og athafnir hennar, snemma á ævinni. Þegar ég óx úr grasi fór ég að taka eftir allskonar útúrsnúningum á því sem mér hafði verið kennt og innrætt, og verð að segja, að oft hefur samtíðarfólk mitt valdið mér gífurlegum vonbrigðum, þegar það mistúlkar og misnotar þau mannréttindi sem forverar okkar börðust fyrir svo ötullega um áratugabil.
Mér finnst ískyggilegt þegar fólk segir "já, sko,- ég nennti ekki í vinnuna í dag, svo ég tók minn sjálfsagða veikindarétt"...... Það er EKKERT sjálfsagt við veikindarétt, og margar þjóðir njóta ekki þeirra FORRÉTTINDA að fá laun í veikindum, Íslendingar nutu þess heldur ekki lengi,- og engin heilvita manneskja ætti að nota veikindadaga, nema í sannanlegum veikindum.
Annað eru skrýtnar stéttir, sem eru að ganga á 1.maí að "berjast fyrir sínum réttindum".....Oft er þetta ekki verkalýðs fólk heldur kennarar, verslunarmenn o.s.frv. sem eru ekki hluti af þeim félögum sem verkalýðshreyfingin stendur fyrir, eða það hefur alltaf verið minn skilningur. Eins er ég ósammála að á frídegi verslunarmanna; tekur verkalýðsfólk (og flestir aðrir) sér frí frá störfum, og vegna hinna ýmsu samkoma um land allt, er verslunarfólkið oft það eina sem er í raun að vinna, á sínum réttinda-frídegi??!!! Er þetta í lagi??
Sjómannafrídagurinn, enn ein hneisan,- ekki alveg að skilja konseptið....
Kennarar hafa mína virðingu, fyrir að vinna störf sem ég myndi aldrei koma nálægt,- ala upp og mennta annara manna börn. Hinsvegar er grenjið í þeim orðið svo langþreytt og óþolandi, allir sem mennta sig til þessaa starfa, vita að hvaða launum og aðstæðum þeir eru að ganga,- ef þetta er svona skelfilegt,- fáið ykkur þá aðra vinnu!! Ég hef veitt því athygli að kennarar eru oft í "svartri" vinnu, og enn heldur, meðan þeir fá mun meiri launaðan frítíma en aðrir landsmenn, þá fara flestir þeirra í vinnu á meðan, ekki alltaf gefna upp til skatts........ Sko, þú hefur vinnu,- með launuðu fríi, hvað gefur þér þá rétt til að fara og taka vinnu af öðru fólki, sem er að reyna að sjá sér og sínum farborða?? Alltof margir kennarar eru líka alls ekki hæfir til sinna starfa, og það er háalvarlegt mál. Þegar sami kennarinn getur ár eftir ár skilað af sér bekkjum, sem eru meira og minna undir meðaleinkunn,- þá er kennarinn ekki starfi sínu vaxinn. Það hefði fyrir margt löngu átt að setja upp einhverskonar starfsmatskerfi á kennara, og krefjast þess að framlag þeirra væri á einhverju plani. Það er þá hægt að greiða kennurum sem standa sig einstaklega vel, bónus,- og halda grunnlaunum hjá tossunum. Því þeir kennarar sem eru ekki hæfir til sinna starfa eru tossar, og það sem alvarlegra er, það kemur niður á framtíð barna þessa lands,- að þetta fólk fær að halda áfram að starfa, án athugasemda eða sviptinga vinnuleyfa. Svo er kannski niðurstaðan að annars efnilegir einstaklingar renna á rassinn með að njóta frekari menntunar, af því að þeir höfðu handónýta og áhugalausa kennara í barna eða unglingaskóla. Áhugavert er, hve margir kennarar æpa og hljóða, ef minnst er á slíkt kerfi,- eru þeir svona margir sem vita að þeir eru bara hreint ekki "rétta fólkið til starfans"??? Nota Bene: Góðir kennarar eiga rétt á að þeim sé sýnd sjálfsögð virðing, og borguð laun samkvæmt vel unnum störfum!!!
Skoðið þetta með opnum hug......Og eigið yndislega dag og enn betri frídag á morgun!!!!
Bestu Kveðjur frá Kongó
Steinunn
Dægurmál | 30.4.2008 | 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Blogg varðandi ritskoðun Moggans, vakti athygli mína, fljótlega uppúrklukkan sex í morgun. Nú hef ég aldrei séð þetta "fræga" blogg, sem Mogginn á að hafa lokað,- en sá samt tilvitnanir úr því, frá öðrum bloggurum.
Ég verð að játa, að mér finnst lágmark að bloggarar hafi nafn sitt fast við gagnrýnisblogg, alveg sama hverslags gagnrýni er á borðinu.
Hinsvegar klígjaði mér við öllum hræsnurunum sem skrifuðu með þessu bloggi, af því að þeir væru "sannkristnir".... Ég meina það, hvurslags annarlegur hugsanagangur er þarna á ferð??
Einn öfgatrúarmaður/kona, að fordæma annan??
Ég á marga ágætis vini sem eru íslamskrar trúar, og hafa aldrei dæmt mig fyrir trú/trúleysu mína. Já, ég er nefnilega þessi dæmigerði Íslendingu, fer aldrei í kirkju, nema í BRÝNUSTU neyð,- en trúi samt að það sé vakað yfir mér og mínum. Íslamskir vinir mínir hafa sýnt áhuga á Lúterstrú, og svo mínum persónulegu trúarskoðunum,- og við höfum spurt hvert annað mjög opinskátt út í skoðanir á trúarbrögðum,og túlkun á trúarbrögðum. Og þetta á ekki bara við um íslamska vini mína, heldur líka Búddista, mótmælendur, kaþólikka o.s.frv.
En öfgar finnast mér hreinn viðbjóður og venjulega byggðar á hræsni, sama hverra trúar öfgamaðurinn er!!!
Ég held ekki að neinum sé greiði gerður að halda úti "hatursbloggi" á nein trúarbrögð, hinsvegar, er ég ósammála því að menn taki sig til og loki slíkum síðum, nema með greinargóðum ástæðum, sem gefnar eru þá öðrum bloggurum, þeim (okkur) til viðvörunar, þannig að við þekkjum þá þolinmæðisþröskuld Moggans......
Að öðru:
Ég opnaði Moggann í morgun, eftir ágætis helgi hér úti, og hvað sé ég fyrst?
Tvö vélhjólaslys, annað vegna ölvunar, hitt vegna bjálfa, sem ákvað að "stökkva" á hjólinu sínu, bílvelta þar sem 15 ára "snillingur" sat undir stýri og fjórhjólaslys......
Svo held ég áfram að skoða fréttir helgarinnar,- Lögregla týnir upp sjö á ólöglegum hraða hjá Hvolsvelli, Þrír á ofsahraða, segir annarsstaðar (á Reykjanesbraut frá 120 til 134km hraða!!!),- þrír ölvaðir er enn ein fyrirsögn,- ökumenn undir áhrifum fíkniefna,- ölvaður ökumaður keyrir á ljósastaur,- og síðan á föstudag,þrír árekstrar síðdegis á föstudag á Suðurnesjum!!!.....
Þetta er nú alveg með eindæmum, og ef einhver heldur því fram að þetta sé ásættanleg útkoma hjá þjóð sem rétt telur yfir 300.000 manns,- þá ráðlegg ég þeim sama að berja hausnum á sér við vegg, og athuga hvort ekki rofi eitthvað til!!!
Elskurnar, óska ykkur þess að eiga frábæran dag, þar sem þið rýnið ekki á flísina í augum náungans,- þótt hann byggi á öðrum trúarbrögðum en þið sjálf,- og fyrst og fremst, fariði varlega þarna í umferðinni,- það er ljóslega FULLT af stjórnlausum fávitum þarna, tilbúnir að drepa ykkur!!!
Kær kveðja
Steinunn
Dægurmál | 21.4.2008 | 07:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Síðustu vikur hefur það valdið mér talsverðu hugarangri að sjá hve mörg alvarleg bílslys hafa orðið heim á Fróni. Stórslys á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara, stórslys á Suðurlandsvegi, Reykjanesbraut, ekið inní hrossastóð o.s.frv.
Í morgun voru á mbl.is tilkynntar tvær bílveltur, önnur við Hafravatn hin í Norðurárdal.......
Og nú eru á fimmta hundrað ökumenn staðnir að hraðakstri inn í miðri Reykjavík á átta klukkustundum!!!
Á sama tíma og menn eru augljóslega EKKI að haga akstri eftir aðstæðum, með skelfilegum afleiðingum; eru þeir GRENJANDI eins og smákrakkar yfir hækkandi eldsneytisverði!!!
Hefur engum dottið í hug að kynna íslenskum ökumönnum fyrir eftirfarandi staðreyndum:
Þú eyðir minna eldsneyti með sparasktri, þ.e. að slá aðeins af hraða.
Þú ert ólíklegri til að valda sjálfum þér og öðrum skaða, ef þú heldur hraða niðri og hagar akstri eftir aðstæðum.
Þetta eru einfaldar leiðir til eldsneytissparnaðar, og tali nú ekki um að forðast frekari skelfingarfréttir af slysum og dauðsföllum í umferðinni.
Ég átti góða vini sem slösuðust og létu lífið á Reykjanesbraut, fyrir tvöföldun. Samt sem áður er þetta "tískufyrirbæri" sem varð að leiðindarávana, á þeim tímum,- að kenna vegakerfinu statt og stöðugt um öll slys,- algjörlega óþolandi!!!!
Það eru ekki vegirnir sem valda slysunum, það eru bjánarnir sem halda um stýrið, og sparka niður eldsneytisgjöfinni,- og ýta bifreiðinni framúr hraða sem viðeigandi er, og getu þeirra til að stjórna henni; miðað við aðstæður!!!
Í friðsælu landi, sem þjáist vart af morðum og glæpir eru í lágmarki,- engin stríðsátök,- nema með orðum og skriffærum (já tölvum...),- er alveg með ólíkindum hvað hár tollur er tekin í mannslífum og heilsu,- vegna fávitaaksturs.
Einu sinni var mjög virkt batterí rekið heima, til að minna fólk á,- og hét síðast Umferðarráð, ef ég man rétt. Þar á bæ, var rekinn heilmikill, útbreiddur og oft sjokkerandi áróður gegn hraðakstri, fyrir bílbeltanotkun, gegn ölvunarakstri o.s.frv.
Það er að sjá, að þessi stofnun hafi eitthvað lagt niður skottið, eða þá að sparnaður í löggæslu er að endurspegla hegðun íslenskra ökumanna, sem geta greinilega ekki hagað sér skikkanlega án þess að hafa barnapíur!!!
Skammist ykkar til að fara að keyra eins og fólk, þið hafið mun betri vegi en margar þjóðir heims, miklu betri ökutæki og andskotinn vorkenni ykkur að eyða nokkrum mínútum fleirum í upphituðum/loftkældum drossíum, ef það getur forðað saklausum vegfarendum frá að þið stofnið þeim stöðugt í lífshættu!!!
Sláið af hraðanum og eigið slysalusan gæfuríkan dag öllsömul!!!
Kveðja frá Kongó
Steinunn
432 ökumenn óku yfir hámarkshraða á Hringbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 17.4.2008 | 06:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég verð nú bara að taka ofan af fyrir nágrönnum okkar, sem ÞORA að taka af silkihanskana, gegn afbrotamönnum.
Eru allir búnir að gleyma Kio Briggs kjaftæðinu??
Við hefðum betur verið aðeins faglegri, og aðeins minna "vinir vesalings útlendinganna" á þeim tíma, og oft síðan.
Þetta er náttúrulega með eindæmum, þessi aumingja-ást Íslendinga og sér í lagi íslenska dómskerfisins. Ég vil sjá harða dóma yfir ÖLLUM þeim sem að eiturlyfjaflutningi koma, mér er slétt sama hvort þeir eru svokölluð "burðardýr", tengiliðir, geymsluaðilar eða annað,- þetta eru samt beint og óbeint, þeir sem munu stuðla að því að koma þessum efnum á götuna, og geta átt þátt í því að sonum mínum, vinum mínum eða hvaða sakleysingjum sem er, verði byrluð þessi ólyfjan, viljandi eða óviljandi.......
En ekki vilja menn einungis sýna linkind heima, heldur kasta sér eins og hrægammar yfir þær þjóðir, sem ÞORA að taka á ósómanum!!!
Munið Malagafangann og alla hina sem við höfum grátið yfir, skoðið svo hvort þessir menn gengu brautina beina, eftir að "Hinn íslenski Frelsisher" GRENJAÐI þá heim???!!!!
Ég er hrædd um að þeir fávísu en velviljandi einstaklingar, sem trúa enn að forthertum glæpamönnum eigi að vera sýndur skilningur og velvild, gætu þurft að éta ýmislegt ofan í sig ef þeir skoðuðu þessi mál í kjölinn.....
Það á EKKI að vera ásættanlegt að fremja glæp, það á EKKI að vera hvati til betra húsnæðis, reglulegra hótelmáltíða og jafnvel skref til menntunar,- meðan fórnalömbin sitja eftir, og eru bara verr sett,- heldur en áður en glæpamaðurinn kom við líf þeirra.
Ef fólki er svona annt um náungann, einbeitið ykkur þá að, hvað er hægt að gera til að bæta fyrir misgjörðir annarra, til handa fórnarlömbum þeirra og þeirra fjölskyldum!!! J
afnvel er nauðsynlegt að einblína á að hjálpa fjölskyldum/ástvinum glæpamannanna....... En þeir sjálfir, VERÐA að hljóta þá meðhöndlun, að þeim finnist ekki físilegt að fara beint út á glæpabrautina aftur, vegna þess að allir "aumingjavinirnir" komi hlaupandi að styðja við aflausnir þeirra og mannréttindi.
Mannréttindi!!!!???
Mannréttindi eru að ENGUM skyldi líðast að koma eiturlyfjum í umferð, og það ætti ekki að fyrirgefa slíkan ásetning auðveldlega...... ENGUM skyldi líðast að fremja glæp gegn annarri mannveru, án REFSINGAR,- endurhæfing er bara fínt orð yfir að slá létt á handarbakið á glæpamönnum, koma þeim inn á Hótel Litla-Hraun (eða aðrar hliðstæðar stofnanir) þar sem þeir geta lært til stúdents, unnið skattfrjálst, fengið nokkrar máltíðir FRÍTT á dag, og gleymum ekki líkamlegri endurhæfingu,- líkamsræktarstöðvum, sem gera þá færari í að hlaupa hraðar frá armi laganna, eða styrkja sig frekar svo þeir geti barið fórnarlömbin fastar...... Já og tölvukennslan hefur nú þegar sannað sig, þegar innisitjandi fangi, var að selja eiturlyf á netinu!!!!
Vaknið upp, og lærið af Færeyingum, þeir eru FLOTTIR þarna, í þessu máli!!!!
Bestu kveðjur, eigið yndislegan eiturlyfja og átakalausan dag!!!
Steinunn
Færeyingar sýna fulla hörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 15.4.2008 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er ótrúlega ánægjulegt, fyrir svo ópólitíska manneskju, sem mig sjálfa,- að rekast á svona fréttir- þessa og "Ítrekar efasemdir um skipulagsbreytingar á Suðurnesjum" , birt á mbl.is í gær .
Lúðvík, Helgi Hjörvar, Guðni Á. og Árni Páll eiga heiður skilinn fyrir einfaldleika í framsetningu, og þeir virðast samkvæmt fréttinni hafa haldið sig við staðreyndir, og haldið tilfinningum utan málefnisins.
Að því frátöldu að Lúðvík höfðar til tilfinninga, sem mætti vera útbreiddari innan veggja Alþingis, og það er heiðarleiki og samviskusemi. Hann fullyrðir að hann muni ekki hafa samvisku til að taka þátt í þessum gjörningi: Ég met það þannig, að verði þetta brotið upp muni það til lengri tíma skaða embættið og starfið unnið er þarna suðurfrá og ég mun ekki taka þátt í því," sagði Lúðvík.
Af hverju að reyna að laga það sem ekki er bilað,- er önnur framsetning sem mér hugnast einkar vel,- og tek ég ofan fyrir þessum einfalda sannleika.
Ég vildi óska að við sæjum starfsmenn okkar á Alþingi, oftar koma með svo eðlilega framsetningu gagnvart málum sem varða okkur öll. Ekki það að ég skilji ekki flóknari íslensku, en hitt er, að þessi eilífi dans í kringum heitan graut, með pólitísku blah-blah-i, er svo gríðarlega þreytandi, og algjörlega niðurstöðulaus með öllu.
Ég held það geti bara vel verið að ég fari að spá í að kjósa næst, eftir nokkurra ára hlé........
Gott mál, og vel höfðað til venjulegs fólks!!
Ég fyrir mitt leyti vona að Sjálfstæðismenn sýni þann þroska að bakka útúr skandal, sem hverju heilvita barni er augljóslega yfirvofandi,- ef þeir ætla að standa við þessar breytingar, breytinganna vegna!!
Kveðja
Steinunn
Samfylkingin lítt hrifin af áformum dómsmálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 2.4.2008 | 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn er smáséns á að Jóhann Benediktsson, haldi áfram störfum, þó með breyttu starfsumhverfi,- ef "snillingarnir" í Dómsmálaráðuneytinu, klúðra ekki algjörlega sínum málum. Ég vona að Jóhann haldi áfram, því ég trúi statt og stöðugt að það þýði fekari umbætur á löggæslunni, suður með sjó.
Jóhann, ef þú lest þetta,- gefðu þessu séns, þú getur alltaf hætt eftir nokkra mánuði, ef þessar skipulagsbreytingar eru þess eðlis að þær séu þér til ama,- við skattgreiðendur og þjóðfélagsþegnar þurfum á þér og þínum líkum að halda,- jafnframt sem mér sýnist að þínir eigin starfsmenn séu áfram um að halda í þig!!
Eigið öll yndislegan dag!!!
Steinunn
Hefur ekki sagt formlega upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 1.4.2008 | 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo bregðast krosstré sem önnur tré....... Atvinnubílstjórar hafa ekki áorkað að standa saman um eigin hagsmuni, í áratugi; en svo geta þeir orðið "Boðberar" þeirra atvinnurekenda, sem hafa haldið þeim niðri á sama tíma??!!
Það eru svo mörg spurningarmerki við þetta háttarlag, að undrum sætir. Ef þetta eru allt sjálstætt starfandi bílstjórar, já,- þá skil ég málið, en ég sé ekki betur af myndum, en þarna séu líka bílar úr stærri samsteypufyrirtækjum á ferð. Eru þetta þá sömu bílstjórar, sem hafa aldrei haft bein í nefinu, til að berjast fyrir eigin bættum lífskjörum, og kannski lágmarksréttlæti, sér og sínum vinnufélögum til handa,- á sínum starfsferli??
Dæmi: Bílstjóri ónefnds fyrirtækis rekur augun í það morgun einn, að rútan sem hann ekur út á land, fyrir stórt fyrirtæki, er á gegnumslitnum dekkjum. Það er haust, og bílstjórinn, trúr sinni ábyrgð, fer til "stjórans" og tilkynnir honum, þar eð hann þarf að fara um fjallvegi, og það er haust,- þá sé ábyrgðarleysi að hreyfa bifreiðina fyrr en skipt hafi verið um dekkjagang. Bílstjóranum er tilkynnt um hæl að hann skuli drífa sig af stað, og ef hann mótmæli frekar, sé "biðröð eftir starfinu hans".
Bílstjórinn, sem hefur fjölskyldu að reka,- fer sína leið á rútunni,- lendir í slæmri hálku, og tveir farþegar láta lífið. Hann er síðan dæmdur maður, fyrir tvöfalt manndráp af gáleysi, tapar vinnu (ökuskírteini ævilangt), og sér á eftir fjölskyldu og sumum vinum. Fyrirtækið er að engu leyti ábyrgt!!!
Allflest okkar, sem höfum verið starfandi bílstjórar, höfum á einhverjum tímapunkti, orðið fyrir þeirri skelfilegu reynslu, að vera ýtt út í þann óhugnað, að aka bifreið/tæki, sem við vitum að er hættuleg okkur og öðrum í umferðinni,- með þá hótun vofandi yfir okkur,- að "það sé biðröð eftir jobbinu okkar".......
Gagnvart þessum málum, þá hafa atvinnubílstjórar aldrei getað staðið saman um sín réttindi. Þetta er ekki flókið mál,- að setja í samninga klausu, þar að lútandi að bifreiðastjóri og rekstraraðili skuli bera jafna bótaskyldu og ábyrgð, ef um vanrækslu á öryggisþáttum tækisins sé að ræða (bótaskyldu sem sé aldrei leyst með tryggingarfé!!). Jafnframt ætti að vera verndar-tilkynningarskylda fyrir bílstjóra, sem fyrirtækin hlusta ekki á, til að standa vörð um þá og aðra vegfarendur í umferðinni.
Ég rak augun í blogg, um daginn, þar sem maður nokkur lýsti öllum atvinnubílstjórum sem ökuföntum og vegníðingum...... Jú, þetta gæti verið rökrétt ályktun hins almenna vegfaranda, oft á tíðum, en lítum á hvernig bílstjórar eru reknir áfram með svipum, sem kallast bónus (ferðir per dag o.s.frv.) og gleymum ekki að bílstjórum er jafnumhugað um að halda vinnu sinni, og flestu öðru eðlilegu fólki,- meiraprófsbílstjórar í dag, hafa líka oft á tíðum fjárfest gríðarlega, til að fara í gegnum sín próf til aksturs í atvinnuskyni, og þurfa að standa skil á því,- til að vinna við það sem hugur þeirra stefnir til.
Já, við bílstjórar erum nefnilega oft ástríðufólk, við vinnum þessa vinnu af því okkur hugnast hún, og við vitum af því, þegar okkur fer fram,- og við erum smátt og smátt að verða öruggari og betri starfsmenn á ári hverju. En svo lendum við hjá fyrirtækjum, sem þrýsta óeðlilega á okkur, stefna okkur, tækjunum og öðrum vegfarendum í hættu, með glæfralegun ákvörðunum,- ýta okkur útí lísfshættuleg skilyrði, allt til að koma sínum farmi (eða hvaða ávinningur sem er á ferðinni) til skila, vitandi að ef illa fer, borga tryggingar skaðann, á mannskap og farmi,- ef bílstjóranum tekst hinsvegar að klára sig,- fær fyrirtækið fjöður í hattinn, frá ánægðum viðskiptavini.
Ennfremur, eftir að "kjaftakellingarnar" komust á legg, er afkoma bílstjóra nánast vonlaus. Launin höfðu nú aldrei verið uppá marga fiska, en nú er ekki einu sinni hægt að rífa þau upp með næturvinnu..... Kjánaskapur,- auðvitað mátti draga mörkin einhversstaðar, en þetta er vitfirring, af því að dagvinnulaun náðu aldrei lágmarki, þó bílstjórum væru dregin þessi tímamörk.
Ég held að menn ættu aðeins að líta á hvað fyrirtækin eru að gera, rútur og strætó,- eru tímaplön þessara fyrirtækja eðlileg (sbr. umferðarþunga, hraðatakmarkanir og mismunadi ástand vega) eða er verið fyrir allra augum, að þrýsta bílstjórum til að aka á ólöglegum hraða?? Kíkið á þetta, ég veit fyrir víst, að ferðaáætlanir eru vitfirrtar, ef hugsað er um öryggi.
Bílstjórar, farið að huga að eigin hag,- reynið að sjá til þess að ykkur sé ekki nauðgað til ólögmætra athafna á degi hverjum, sem setji ykkur og alla þá sem á vegi ykkar verða, í lífshættu. Og ef illa fer, þá gangið þið út próflausir og hugsanlega ærulausir, en fyrirtækið sem rak ykkur útí þessar aðstæður, heldur áfram rekstri, eins og ekkert sé,- tryggingarfélögin og ykkar sauða-samningar, sjá um það!!!
Góðar stundir og slysalausan dag elskurnar!!!
Steinunn
Bílstjórar lokuðu hringvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 1.4.2008 | 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er ekki alveg ótrúlegt hvað margir óspennandi og óábyrgir opinberir starfmenn eru á ríkisjötunni svo árum skiptir, og það eina sem heldur þeim gangandi, er að segja íslenskum skattgreiðendum (sem eru nota bene vinnuveitendur þeirra!!), að þeir geti ekki/vilji ekki aðstoða þá,- þetta sé ekki þeirra "deild" eða bera fram aðrar hálfvolgar afsakanir, til að forðast að þurfa að vinna vinnuna sína.......
En svo eru menn eins og Jóhann R. Benidiktsson; sem hefur trúlega sökum starfshæfni, dugnaðar og einarðlegar framkomu, komið illa við margan ríkisstarfsmanninn...... Þá lögum við það sem er EKKI bilað, og "leysum upp löggæslu Keflavíkurflugvallar í nuverandi mynd" blahblahblahblah......
Þetta er með eindæmum, ég veit fyrir víst að þessi starfsmaður okkar hefur gjörbylt vinnuaðferðum löggæslunnar og móralnum á Keflavíkurflugvelli til hins betra,- og enn frekar, hefur í hans tíð, tekist að umsnúa viðhorfum almennings á Keflavíkurflugvallar löggæslunni, frá því að vera nánast fyrirlitning,- í virðingu...... Er þetta ekki ótrúlegt??
Ég skora á þá sem muna fyrri tíma, að tjá sig um þessi mál,- og hvernig Löggæslan á Keflavíkurflugvelli var látin dragast áfram, athugasemdarlaust,- svo árum skipti,- og samt vissu flestir að þar voru stjórnarhættir langt frá að vera til þeirrar fyrirmyndar, sem oftast er ætlast til af slíkum vinnustöðum.
Síðan eru liðin nokkur ár, og ég veit fyrir mitt leyti, að mig langar ekkert að líta tilbaka,- en get ekki forðast það, þegar ég sé, að öll sú vinna sem Jóhann og hans menn, hafa lagt á sig, til að rífa þessa deild upp og ávinna þá virðingu sem hún nýtur í dag,- verður jöfnuð við jörðu, af því að einhver af okkar launþegum hjá Ríkinu, nennti ekki að vinna vinnuna sína, og reikna fram í tímann,- til að viðhalda því sem er í ágætis málum........
Ótrúlegt.....En ætti ekki að koma manni á óvart
Kær Kveðja og Góða Helgi!!!
Steinunn
Lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 28.3.2008 | 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jákvæð fréttamennska, og eitthvað sem snertir mig beint í hjartastað..... Var bara núna rétt í fyrradag að tala við vini mína hér, og var hálfklökk þegar talað um silungsveiðar og útreiðar eða gönguferðir; á íslenskum, björtum sumarnóttum.
Ég heyri í mörgum skemmtilegum söngfuglum hér, en engum hefur tekist að framkalla þá dásamlegu tilfinningu sem söngur lóunnar hefur alltaf haft á mig. Þetta er eitthvað sér-íslenskt fyrirbæri, held ég,- að finnast svo mikið til um lóuna,- en mér finnst það frábært engu að síður.
Koma lóunnar á vorin gefur alltaf vísbendingar um komandi breytingar, lengri daga, betra veður, sumarfrí o.s.frv. Og jafnvel þótt oft á tíðum við fáum yfir okkur stórstorma og snjókomu,- eftir að lóan hefur tekið land,- þá einhvernveginn verða slík hamskipti svo mikið léttari, því hún er komin, þessi sumarboði, og við vitum að það styttist í betri tíð.
Það er nákvæmlega á þeim tímamótum sem mér finnst rétt að segja 'Gleðilegt Sumar'!!!!
Bestu kveðjur að sinni og hlustiði vel eftir dirrindí!!!!
Steinunn
Lóan er komin að kveða burt snjóinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 28.3.2008 | 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þingvellir eru á heimsminjaskrá,- af hverju viljum við fórna því fyrir malbik??
Ég tel að allir þeir, sem að ferðamálum koma,- geri sér grein fyrir að þarna er miklu viðkvæmara mál á ferð,- heldur en hvalveiðar eða Kárahnjúkavitleysan....
Ég er afar hlynnt framkvæmdum eru atvinnuskapandi (sbr. Kárahnjúka, álver o.s.frv.), en þetta er "skammtímasköffun" á vinnu,- og í raun óþarfa vegur,- Lyngdalsheiðin var, síðast þegar ég ók hana, ágætis malarvegur um fallegt umhverfi. Að hvetja til einhverra stór-vegaframkvæmda þarna, og stytta veginn, hljómar eins og einhver sé að forgangsraða vitlaust.....
Kannski einhver opinber Ríkisstarfsmaður sem á sumarbústað þarna? Hmmmm....Umhugsunarvert.
Verum nú ekki að þessari vitleysu, það er heiður að halda Þingvöllum inni á Heimsminjaskrá,- og eftir því tekið.
Það er nóg af vegum sem þurfa frekari aðhlynningar við, þar sem fólk á önnur erindi en að ferðast sér til skemmtunar og yndisauka,- forgangsraða, gott fólk,- til þess er ykkur treyst til að vinna fyrir hina íslensku þjóð!!!
Gleðilega Páska!!!
Steinunn
Þingvellir af heimsminjaskrá? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 20.3.2008 | 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 43518
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar